Innskráning með samfélagsmiðli

 

Mercedes-Benz SL í 50 ár

300 SL Coupé (“Gullwing”) (1954-1957)

190 SL (1955-1963)

Japanska hofið Pagoda

500 SL 1985:

500 SL

SL 500

SL 600

SL 55 AMG

Fylgdarbíll í Formúla-1

Tveir "íslenskir" SL bílar.

Sportbílarnir frá Mercedes-Benz hafa nú náð þeim áfanga að rúmlega 50 ár eru liðinn síðan þeir voru fyrst boðnir almenningi. Bílarnir sem borið hafa hið fræga SL merki þóttu þá og þykja enn einhverjir þeir eftirsóttustu sem menn dreymir um að eiga. Heitið SL á að standa fyrir “sporty” og “light”. Hér á eftir fer lausleg útlistun á þeim módelum sem Benz hefur sett á markað undir SL heitinu.


1. 300 SL og 190 SL (1954-1963)

Það var í febrúar 1954 á bílasýningu í New York sem bæði 300 SL og 190 SL voru fyrst sýndir almenningi. Stærri bíllinn, 300 SL coupé (W198), varð þekktastur undir nafninu “Gullwing”. Þessi sportari með þessar sérstæðu hurðir og ómengaða kappaksturs eiginleika sló rækileg í gegn. Svo vel að enn þann dag í dag er hann með þekktustu og dýrustu Mercedes módelunum á markaðinum. Reyndar voru aðeins framleidd 1.374 eintök af þeim og ekki er það til að lækka verðið.

190 SL (W121) blæjubíll (roadster) var minni bróðirinn og var í augum MB ódýrari valkostur fyrir væntanlega kaupendur í stað hins fokdýra 300 SL. Var fyrsti raunvörulegi roadsterinn frá MB. Léttur og þægilegur í akstri og eins og áður sagði miklu ódýrari en Gullwing. Þessar ástæður gerðu þennan bíl að miklu söluvænni vöru en 300 SL enda voru framleidd 25.881 eintök áður en yfir lauk.

Árið 1957 kom síðan blæjuútgáfan (roadster) fyrir 300 SL. Það var bara spurning um tíma hvenær Gullwing myndi stökkva yfir í roadster útgáfa og það gerðist 1957. Mörgum finnst þessi bíll sá fegursti sem MB hefur komið fram með. Á þessum sex árum voru aðeins framleidd 1.858 eintök.

300 SL Roadster (1957-1963):


2. Pagoda (1963-1971)

Upphaflegi 300 SL bíllinn skapaði SL seríuna en það var ekki fyrr en með Pagodu sem MB fór að sjá afrakstur erfiðisins í formi hagnaðar.

Þessi týpa er einfaldlega þekkt undir nafninu “Pagoda”. Strax var tekið eftir þakinu sem hallaði að miðju á þessum sportbíl en “Pagoda” er einmitt heitið á ákveðinni byggingarlist í Japan. Þetta nafn festist svo við þessa týpu.

Upphaflega kom Pagodan með 2,3 lítra vél en árið 1967 var boðið uppá 250 SL. Þó að 250 SL væri betri en fyrirrennarinn leið ekki nema ár þar til boðið var uppá 280 SL. Sá bíll reyndist verða vinsælasta Pagodan og var framleiddur alveg þar til næsta týpa tók við (1971).


3. V8 SL (1971-1989)

Með þessari týpu kom fyrsta V8 vélin í SL

R107 sportbíllinn var heil 18 ár í framleiðslu, sem er met hjá einni tegund hjá Benz. Fyrir mína parta man ég helst eftir þessum bíl á skjánum þegar Bobby í Dallas sást á þeim rauða (JR náttúrulega á S-týpu). Á þeim 18 árum sem hann var framleiddur var boðið uppá átta mismunandi vélar. Var fyrst boðinn með 2,8 lítr / 6 cyl vél en undir lokin var hægt að fá með 5,6 lítr / 8 cyl.

Þegar hann var á hönnunarstiginu þá var hann kallaður “der Panzerwagen” meðal verkfræðinga MB þar sem hann vóg meira en 1,7 tonn. Það er 150 kg meira en Pagodan en aðeins minna en skriðdreki.


4. Muscular SL (1989-2001)

Með R129 kom fjórða kynslóðin af SL bílunum á sjónarsviðið. Árið 1990 varð 500 SL fyrsti SL bílinn til að vega meira en 2 tonn. Seinni stafurinn í SL átti varla lengur við sem “Light”.

Þrátt fyrir þessa miklu þyngd voru þessir nýju SL bílar þeir sneggstu frá MB frá upphafi. Þetta kom náttúrulega til vegna öflugri mótora.

Árið 1992 kom svo 600 SL með V12 vél, 389 hestöfl og 48 ventla. Þessi rokkur samsvaraði því að vera með tvær vélar úr upphaflega 300 SL bílnum frá 1954 undir húddinu.

Árið 1994 breytti MB nafngiftum á öllum sínum bílum. Þannig að SL bílarnir hétu nú SL320, SL500 og SL600.


5. Current SL (2001-)

Fimmta kynslóð SL fékk framleiðsluheitið R230.

Ennþá var hlaðið á kraftinn í þeim mótorum sem í boði eru. Í boði eru vélar með 6, 8 eða 12 cyl. Fyrstur kom SL500 með 5 lítra V8 vél (306 hö). Stuttu síðar kom SL600 með 5,5 lítra V12. Fyrir þá sem þykir nóg um kraftinn í áðurnefndum bílum er einnig til 3,7 lítra 6 cyl vél í SL350.

Augljósasta nýjungin er náttúrulega sjálffallandi þakið. Þessi fídus gerir það að verkum að hægt er að breyta bílnum frá Coupé yfir í Roadster á 16 sek með því einfaldlega að ýta á takka.
Þetta sjálffallandi þak fengum við að kynnast og sjá sem mættum á Benz rúntinn þann 12. ágúst síðastliðinn. Það tækifæri var gmg að þakka sem hitti SLK eiganda á förnum vegi og sagði honum frá samkomunni.

SL 500


Hér hefur aðeins verið minnst á SL bílana. Benz kynnti n.k. endurkomu á 190 SL bílnum frá 1954 með SLK bílnum árið 1996 (“K” stendur fyrir Kurz - stuttur). Árið 2004 kom síðan næsta kynslóð af SLK. Sleppi nánari umfjöllun um SLK í þessari grein. En tvær myndir ættu ekki að saka

SLK eldri og yngri


Gamli og nýji tíminn.

Greinarhöfundur: Arinbjörn Gunnarsson

M.a. byggt á eftirfarandi greinum:
http://www.oursl.com/news/2004-04-07b/2004-04-07b.htm
http://www.germancarfans.com/news.cfm/NewsID/2040107.001/mercedes-benz/1.html
http://www.mbspy.com/r230SL55.htm
http://www.edmunds.com/reviews/generations/articles/94131/article.html http://www.sl-mercedes.com/
http://home.worldonline.dk/pstr/Mercedes%20SL%20history.htm