Innskráning með samfélagsmiðli

MBclub.is - Að gerast félagi

Innganga í Mercedes-Benz klúbb Íslands

 

Félagsgjald á ári er 5000 kr. Sé hinsvegar gengið til liðs við félagið á tímabilinu frá 1. september til 1. desember skal greiða 6000 kr. til að öðlast aðild að félaginu í rúmt ár, en ekki bara til næstu áramóta sem á eftir koma. Þeir sem því greiða 6000 krónur á umræddu tímabili fá ekki innheimtubeiðni í heimabankanum örfáum vikum síðar

 

 
mbki_skirteini

Til að ganga í félagið er fyrsta skrefið að leggja þessar 5000 eða 6000 krónur (sjá útskýringu hér ofar) inn á reikning félagsins sem er:

Reikningur: 0535-26-2710
Kennitala: 4503042710.

Áríðandi er að í tilvísun komi fram kennitala hins nýja félaga og ekkert annað.

 
 

Við svo búið skal sendur tölvupóstur til gjaldkera (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) með upplýsingum um:

Nafn
Kennitölu
Heimili
Póstnúmer
Netfang
Farsímanúmer

Ath. að heimilisfang, netfang og farsímanúmer þurfum við að skrá til þess að geta sent félagsmönnum bréfpóst og Classic Magazine, fréttabréf klúbbsins í tölvupósti og mögulega að geta sent skilaboð um samkomu með SMS.
Félagaskrá klúbbsins er hýst hjá Mercedes-Benz í Þýskalandi í samræmi við vinnslusamning þ.a.l. á milli MBKÍ og Mercedes-Benz.

Netfang gjaldkera er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 
clubcard

Félagsskírteinið mun síðan verða sent frá Mercedes-Benz Club Management (MBCM) í Þýskalandi eins fljótt og auðið er. Þeir sem eitthverra hluta vegna þurfa staðfestingu á félagsaðild áður en skírteinið er sent út til félaga er bent á að taka það fram í tölvupósti til félagsins.

Tekið skal fram að við sendum ekki innheimtubeiðni og að enginn sem ekki hefur sent greiðslu verður skráður í félagið.

Einnig skal tekið fram af gefnu tilefni að það að skrá sig inn á samfélagsmiðla félagsins (s.s. Facebook) eða spjallvef (mbclub.is/spjall) jafngildir ekki félagsaðild.
 
  Hvaða hagsmunir eru af því að vera félagi í Mercedes-Benz klúbbi Íslands?