Innskráning með samfélagsmiðli

MBClub.is - Mercedes Benz klúbbur Íslands

Upplýsingar um Mercedes Benz klúbb Íslands

2019051 MB Markenclub Islands 500

Hér finnur þú upplýsingar um tilurð félagsins, inngöngu í félagið og hverjir eru hagsmunir af því að vera í því.

Mercedes-Benz klúbbur Íslands ("The Mercedes-Benz Club of Iceland") er hluti af Mercedes Benz Car Clubs sem er alþjóðlegt klúbbasamband á vegum Daimler AG, framleiðanda Mercedes-Benz.

Stefna félagsins er gæta hagsmuna Mercedes-Benz eigenda og áhugamanna og að tengja saman þessa aðila á Íslandi með því að stuðla að mannamótum þeirra á meðal, jafnframt því að halda úti þessu vefsvæði áhugamönnum til ánægju og fróðleiks.
 

stjarna (9)

Stofnun félagsins var samvinnuverkefni fimm einstaklinga og Ræsis hf, fyrrum umboðsaðila Mercedes-Benz, fyrir hönd Daimler samsteypunnar.
Fyrir stofnun félagsins hafði farið fram forskráning félagsins á vegum Ræsis hf í sambandið, og fengist með því vilyrði fyrir því að Daimler viðurkenndi hið nýja félag. Slík viðurkenning er mikill heiður fyrir félög sem þetta enda gerist félagið með því hluti af alheimsneti klúbba á vegum Daimler.

 

stjarna (9)

Innganga í Mercedes-Benz klúbb Íslands

Félagsgjald á ári er 3000 kr. Sé hinsvegar gengið til liðs við félagið á tímabilinu frá 1. september til 1. desember skal greiða 4000 kr. til að öðlast aðild að félaginu í rúmt ár, en ekki bara til næstu áramóta sem á eftir koma. Þeir sem því greiða 3000 krónur á umræddu tímabili fá gíróðseðil örfáðum vikum síðar

 

stjarna (9)

Til að ganga í félagið er fyrsta skrefið að leggja þessar 3000 eða 4000 krónur (sjá útskýringu hér ofar) inn á reikning félagsins sem er 1185-26-2710 kennitala 450304-2710. Áríðandi er að í tilvísun komi fram kennitala hins nýja félaga og ekkert annað. Við svo búið skal sendur tölvupóstur á  með upplýsingum um nafn, kennitölu, heimili, póstnúmer og síma. Félagsskírteinið mun síðan verða sent frá höfuðstöðvum Daimler eins fljótt og auðið er, en félagsskírteini eru send þaðan einu sinni í mánuði til allra klúbba innan MBCCCI. Þeir sem eitthverra hluta vegna þurfa staðfestingu á félagsaðild áður en skírteinið er sent út til félaga er bent á að taka það fram í tölvupósti til félagsins.

 

stjarna (9)

Tekið skal fram að við sendum ekki gíróseðil og að enginn sem ekki hefur sent greiðslu verður skráður í félagi.

 

Einnig skal tekið fram af gefnu tilefni að það að skrá sig inn á spjallvef eða Facebook síðu félagsins jafngildir ekki félagsaðild.

 

Hvaða hagsmunir eru af því að vera félagi í Mercedes-Benz klúbbi Íslands?