Innskráning með samfélagsmiðli

MBClub.is - Mercedes Benz klúbbur Íslands

Upplýsingar um Mercedes Benz klúbb Íslands

2019051 MB Markenclub Islands 500

Hér er að finna upplýsingar um tilurð félagsins, inngöngu í félagið og hverjir eru hagsmunir af því að vera í því.

Um klúbbinn

Mercedes-Benz klúbbur Íslands ("Mercedes-Benz Club of Iceland"), skammstafað MBKÍ, er hluti af Mercedes Benz Classic Club sem er alþjóðlegt klúbbasamband á vegum Mercedes-Benz AG.

Stefna félagsins er gæta hagsmuna Mercedes-Benz eigenda og áhugamanna og að tengja saman þessa aðila á Íslandi með því að stuðla að mannamótum þeirra á meðal, jafnframt því að halda úti þessu vefsvæði áhugamönnum til ánægju og fróðleiks.
 

stjarna (9)

Upphafið:

Stofnun félagsins var samvinnuverkefni fimm einstaklinga og Ræsis hf, fyrrum umboðsaðila Mercedes-Benz, fyrir hönd Daimler-Chrysler samsteypunnar, þáverandi móðurfélags Mercedes-Benz (nú Mercedes-Benz AG).
Fyrir stofnun félagsins hafði farið fram forskráning félagsins á vegum Ræsis hf í sambandið, og fengist með því vilyrði fyrir því að Daimler-Chrysler viðurkenndi hið nýja félag. Slík viðurkenning er mikill heiður fyrir félög sem þetta enda gerist félagið með því hluti af alheimsneti klúbba á vegum Mercedes-Benz.

 

stjarna (9)

Innganga í Mercedes-Benz klúbb Íslands

Félagsgjald á ári er 5000 kr. og er það að jafnaði innheimt árlega í gegnum heimabanka félagsmanna. Nýir félagar geta einnig greitt beint inn á reikning félagsins (sjá nánar neðar).
Sé hinsvegar gengið til liðs við félagið á tímabilinu frá 1. september til 1. desember skal greiða 6000 kr. til að öðlast aðild að félaginu í rúmt ár, en ekki bara til næstu áramóta sem á eftir koma. Þeir sem því greiða 6000 krónur á umræddu tímabili fá því ekki innheimtubeiðni í heimabanka sinn fyrr á næsta tímabili.

 

stjarna (9)

Til að ganga í félagið er fyrsta skrefið að leggja þessar 5000 eða 6000 krónur (sjá útskýringu hér að ofan) inn á reikning félagsins sem er 1185-26-2710 kennitala 450304-2710. Áríðandi er að í tilvísun komi fram kennitala hins nýja félaga og ekkert annað.
Við svo búið skal sendur tölvupóstur til gjaldkera klúbbsins (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) með upplýsingum um*:
nafn,
kennitölu,
heimilisfang og póstnúmer
netfang
farsímanúmer.

* Upplýsingar um persónuvernd:
Heimilisfang, netfang og farsímanúmer þurfum við að skrá til þess að geta sent félagsmönnum bréfpóst, Classic Magazine tímaritið, fréttabréf klúbbsins í tölvupósti og mögulega að geta sent skilaboð um samkomu með SMS. 

Félagaskrá klúbbsins er hýst hjá Mercedes-Benz AG í Þýskalandi í samræmi við vinnslusamning þ.a.l. á milli MBKÍ og Mercedes-Benz AG.
Ofangreind gögn, sem félagið safnar um félagsmenn, verða ekki nýtt í öðrum tilgangi né afhent til þriðja aðila heldur aðeins til úrvinnslu hjá Mercedes-Benz klúbbi Íslands og Mercedes-Benz Heritage GmbH (dótturfélag Mercedes-Benz AG) í Þýskalandi í tengslum við þjónustu við klúbbinn. 
Óski félagsmaður eftir því að hætta í klúbbnum þá er hann merktur sem slíkur í gagnagrunni en ofangreindum gögnum ekki eytt nema þess sé óskað sérstaklega með tölvupósti þ.a.l. til
gjaldkera klúbbsins í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..


Félagsskírteini (plastkort) verða send til klúbbsins og áframsend í bréfpósti til félagsmanna þegar þau hafa borist. Prentun getur tekið nokkurn tíma en von er á því að félagsskírteini verði einnig í rafrænu formi fyrir snjallsíma í árslok 2023.
Þeir sem eitthverra hluta vegna þurfa staðfestingu á félagsaðild áður en skírteinið er sent út til félaga er bent á að taka það fram í tölvupósti til gjaldkera (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).

 

stjarna (9)

Að gefnu tilefni skal það tekið fram að skráning inn á spjallvef (www.mbclub.is/spjall) eða á samfélagsmiðla klúbbsins (Facebook/Instagram) jafngildir ekki félagsaðild.

 

Hvaða hagsmunir eru af því að vera félagi í Mercedes-Benz klúbbi Íslands?