W126
W126 er yfirbyggingarkódinn sem Mercedes-Benz gaf þessari bifreið sem var framleidd frá 1979 – 1991 en var fáanleg í Bandaríkjunum til 1992 og í Suður-Afríku til 1994. Þessi týpa sem var arftaki W116 bílsins var fyrst kynntur á bílasýningu í Frankfurt í September 1979.
Þarna var á ferð alveg nýhannaður bill og allt öðruvísi heldur en fyrri S-klassa bíllinn og í fyrstu var honum fálega tekið af aðdáendum S-klassa bíla, en hugmyndin af þessum bíl kom hönnunardeild Mercedes Benz með Bruno Sacco í fararbroddi og þeirra markmið var að hafa þennan bíl lægri, sléttari, styttri, léttari og hraðskreiðari heldur en fyrri bíl sem honum var ætlað að taka við.
Núna öllum þessum árum eftir að W126 var fyrst kynntur er alveg á hreinu að Mercedes-Benz tókst vel upp með hönnun á þessum bíl og byggðu ágætan bíl sem nú er orðinn klassískur.
Þessi bíll var framleiddur í meira en einn áratug og var alls ekki orðinn gamaldags þegar framleiðslu var hætt í byrjun 10. áratugsins.
Fyrirsjáanlegur bensínskortur og hækkandi eldsneytisverð í heiminum nauðbeygði Mercedes-Benz verksmiðjurnar til að endurhanna stóru vélarnar sínar og hið svokallaða “Sparnaðaprógram” var kynnt. Reyndar stækkuðu þeir vélarnar í sumum tilfellum t.d 3,5 l vélin varð 3,8 l og 4,5 l vélin varð 5,0 en á móti kom að 5,0 lítra vélin leysti 6,9 lítra vélina af hólmi og 3,8 lítra vélin kom í stað 4,5 svo MB sýndi fram á minni vélastærðir. Árið 1985 bættist 2,6 lítra 6 strokka vél sem leysti hina gömlu 2,8 lítra vél af hólmi.
Á bílasýningunni í Frankfurt árið 1981 var kynntur nýr tveggja dyra hardtop í W126 seríunni er hét SEC. Hann var í fyrstu fáanlegur með 3,8 og 5,0 lítra V-8 vélum en 1985 bættist við 5,6 lítra V-8 vél sem einnig varð fáanleg í sedan bílnum það sama ár. Þessi bill var m.a með aftursætum sem voru aðskilin eða eins og framsæti
Í upphafi voru þessar vélarstærðir í boði í 126 bílunum:
M110 2,8 litra,6 strokka DOHC vél (bæði til með blöndung og beinni innsprautun)
M116.3,8 litra V-8 vél (eingöngu með beinni innsprautun)
M117,5,0 lítra V-8 vél (eingöngu með beinni innsprautun)
Í gegnum árin bættust við þessar diesel vélar fyrir Bandaríkjamarkað:
OM617,3,0 litra 5 strokka turbo diesel vél
OM603,3,0 lítra 6 strokka turbo diesel vél.
OM603A,3,5 litra 6 strokka turbo diesel vél
Og um 1985 urðu þessar breytingar á vélunum:
M103, 2,6 lítra, 6 strokka vél með beinni innsprautun var skipt út fyrir M110 vélina sem var 2,8 l.
M103, 3,0 L, 6 strokka með beinni innspýtingu kom ný á markað
M116, 4,2 L V-8 með beinni innspýtingu leysti 3,8 lítra vélina af.
M117, 5,6 lítra vélin bættist við en haldið var áfram að framleiða 5,0 lítra vélina.
Árið 1991 var búið að framleiða 818.066 W126 bíla og næstum 70% af þessum fjölda var seldur úr landi. Síðasti W126 SEC bíllinn var framleiddur í Ágúst 1991 og er hann einnig að finna á bílasafni Mercedes-Benz í Stuttgart. Alls voru framleidd 73,060 stykki af SEC bílnum.
Þótt framleiðsla á W126 hefði hætt árið 1991 í Þýskalandi, þá voru nokkrir W126 bílar sendir til Bandaríkjanna og seldir þar sem árgerð 1992.
Mercedes-Benz í Suður Afríku héldu áfram framleiðslu á W126 í þrjú ár til viðbótar og síðasta árið eingöngu í fáum eintökum. Þegar Nelson Mandela var leystur úr haldi eftir margra ára fangavist gáfu starfsmenn MBSA honum rauðan W126 bíl.
Greinarhöfundur: Sigurbjörn Helgason
|