Innskráning með samfélagsmiðli

 

 

 

 


 

Mercedes-AMG GT

Á dögunum var kynntur nýr ofurbíll frá AMG, hann tekur óbeint við af Mercedes Benz SLS AMG.

Undirvagn og yfirbygging eru gerð úr ál-málmblöndu, en skottlokið er úr stáli og vélarhlífin er úr magnesíum. Fjöðrunin samanstendur af tvöföldum óskabeinum (e. wishbones) bæði að framan og aftan.

Vélin í bílnum ber tegundanúmerið M178, rúmtakið eru 4 lítrar, og er hún með tveimur túrbínum og 8 strokkum. Þessi nýja V8 er með svokallað "heitt í V" uppsetningu sem þýðir að túrbínurnar eru staðsettar milli soggreinanna inní V forminu sem strokkarnir mynda.

Gírskiptingin er 7-gíra dual clutch gírkassi (2 kúplingar) og er rafeindastýrður ásamt því að bjóða uppá SpeedShift rafeindastýringu, skiptitíminn er því kominn í örfáar millísekúndur.

Afl:  460 hö. 600 Nm   og hann er 4,0 sek frá 0-100 km/klst

Afl (GT-S):  503 hö. 650 Nm  og er hann 3,8 sek frá 0-100 km/klst

Til eru 2 týpur, GT og GT-S, AMG hefur tilkynnt að það komi einnig "Black Series" (bíll miðaður við kappasktursbrautir) ásamt GT3 útgáfu sem verður götulöglegur kappakstursbíll.

 

 

 

 

 

 

 

Stórtíðindi í sögu Mercedes-Benz klúbbs Íslands

 

mbki-adalfundur-2014

Á aðalfundi klúbbsins í gær var Anita Lára Ólafsdóttir kosinn varamaður í stjórn MBkÍ.

 

Aníta Lára er 24 ára gömul og býr í Reykjavík. Auk áhuga á Mercedes-Benz bílum þá er Aníta mikil hestakona og starfar m.a. við tamningar.

 

Aníta Lára er fyrsta konan sem tekur sæti í stjórn Mercedes-Benz klúbbi Íslands og er því óhætt að segja að um tímamót er að ræða í sögu klúbbsins.

 

Þessu tímamótum ber að fagna vel á næstu samkomu.

 

 

 

Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu Mercedes-AMG frá 9. sept. vegna AMG GT sportbílsins.  Fréttatilkynningin er á ensku:

Affalterbach.  The first Mercedes was a racing car, its most recent successor carries this heritage forward: with the new Mercedes-AMG GT, the Mercedes-AMG sports car brand is moving into a new, top-class sports car segment for the company. The GT is the second sports car developed entirely in-house by Mercedes-AMG. Its front mid-engine concept with transaxle and the intelligent aluminium lightweight construction form the basis for a highly dynamic driving experience. Its likewise newly developed AMG 4.0-litre V8 biturbo engine underscores the hallmark AMG driving performance. The first sports car engine with internally mounted turbochargers ('hot inside V') and dry sump lubrication is configured in two output ratings: as a GT with 340 kW (462 hp) and as a GT S with 375 kW (510 hp). The new GT combines driving dynamics and first-class racetrack performance with superb everyday practicality, and efficiency that sets new standards in the segment.

Mercedes-AMG GT

Lesa meira: Mercedes-AMG GT

Ný stjórn Mercedes-Bens klúbbs Íslands

mbki-adalfundur-2014

Á aðalfundi klúbbsins sem haldinn var í Víkingasal Hótel Natura i gær var ný stjórn klúbbsins kjörin. Samkvæmt lögum klúbbsins var í þetta sinn kosið um ritara, einn meðstjórnanda og varamann, allitr til tveggja ára. Einnig var kosið um formann til næstu tveggja ára.

 

Þá óskaði varaformaður klúbbsins, Benedikt Hans Rúnarsson eftir lausn frá störfum og var nýr varaformaður skipaður á fundinum.

 

Stjórn klúbbsins starfsárið 2014-2015 er þannig skipuð:

 

Garðar Lárusson formaður

Páll Kári Pálsson varaformaður

Hjalti Guðmundsson gjaldkeri

Jón Ketilsson ritari

Hlynur Stefánsson meðstjórnandi

Logi Sigurjónsson varamaður

Anita Lára Ólafsdóttir varamaður