Innskráning með samfélagsmiðli

Fyrsta kynslóðin af W124

Forverinn var W123

Fyrsta myndin af W124

W124 langbakur

Tveggja dyra útgáfa

Nýtt útlit kom á 1989 árgerð

500E

Blæjuútgáfa

W124 varð vinsæll leigubíll

Þriðja kynslóðin kom 1993

Flugvallataxi eins og hann er oft kallaður

Séryfirbygging sem sjúkrabíll

Líkbíll

Vélarsalur í 220TE

Innrétting í W124

Klassísk hönnun til frambúðar.

 


 

Farartæki hinna vandlátu.

Í nóvember 1984 birtist fyrsta myndin sem sást af W124. Hún vara af prufutýpu þar sem grill og önnur þekkt auðkenni höfðu vissulega verið gerð öðruvísi til að bíllinn þekktist ekki sem Mercedes-Benz.

Seinna í þessum nóvembermánuði kynnti svo Mercedes-Benz hina nýju kynslóð með vélastærðum frá 200D til 300E. Þessi nýji bíll var endurhannaður frá toppi til botns og hafði til brunns að bera margar nýjar tækninýjungar. Hluti af markmiðunum við hönnunina var að gera bílinn léttari en forverann, án þess þó að taka það af styrk og gæðum yfirbyggingarinnar.


Á bílasýningunni í Frankfurt árið 1985 var svo kynntur nýr W124 langbakur eða "Touring" eins og það er kallað á þýsku.

Sá bill var fáanlegur 5 og 7 farþega og sá síðarnefndi hafði bekk aftast í bílnum sem var felldur niður í hólf í gólfinu þegar hann var ekki notaður. Hann var fáanlegur bæði bensín og diesel, eins og reyndar flestar gerðir W124 bíla.


Árið 1986 var kynntur nýr 2 dyra coupe bill í framleiðslulínu W124. Í fyrstu var hann fáanlegur með 2,3 lítra fjögurra strokka vél sem var 136 hestöfl og 3,0 lítra vél sem var sex strokka, en báðar þessar vélar voru með beinni innsprautun.

Um 1990 er svo bætt í valmöguleikann nýrri 24 ventla 3,0 lítra,sex strokka vél sem jafnframt var einnig fáanleg í 4 dyra bílunum.


Árið 1987 kynnti Mercedes-Benz merkilega nýjung sem fyrst var sett á markað í W124 bílum. Það var hið svokallaða 4-matic, en það er hjólhraðastýritengt fjórhjóladrif, sem virkar þannig að almennt er bílinn í afturdrifi. Verði búnaður í bílnum hinsvegar var við mishröðun hjóla, t.d. vegna hálku, að þá fer bílinn sjálkrafa í fjórhjóladrifið til að auka rásfestu.


Frá og með árgerð 1989 kom svo uppfærsla á útliti W124 bílanna. Aðalbreytingin var að í stað mjórra hliðarlista rétt neðan við miðju hurðanna kom nú heil plasthlíf frá miðri hurð og niður að síls. Einnig varð smávægileg breyting á stuðurum samtýmis. Þetta er kallað "facelift" á ensku og stundum er þetta orð notað hér á landi um breytingar sem þessar, þar eð íslenskan okkar góða virðist ekki hafa fest í daglegri tungu okkar neitt orð um svona andlitssnýtingu.


Á bílasýningu í París í október 1990 var kynntur 500E sem var 4 dyra fólksbíll framleiddur í nánu samstarfi við Porsche bílaverksmiðjurnar og hafði hann 32 ventla, V-8 vél sem skilaði 326 hestöflum og sú vél var einnig fáanleg í 500SL roadster. Staðalbúnaður var m.a loftkæling og rafdrifin sæti og rúður.

Þessi 500E var geysilega mikið verkfæri og náði 97 km hraða á 5.5 sek og fór kvartmíluna á 14,1 sek á 163 km hraða. Hámarkshraði var innsiglaður við 251 km per klukkustund og eyðsla var sögð 16,8 l í bæjarakstri og 13,8 í utanbæjarkeyslu.


Það var á bílasýningunni í Frankfurt árið 1991 að coupe útgáfan var kynnt í blæju útgáfu og einnig nýjar fjölventlavélar sem jafnframt leystu hinar gömlu vélar sem þá höfðu verið í bílunum af hólmi. T.d ný 3,2 lítra vél.

Í október 1992 kemur svo á markaðinn bill er bar undirheitið 400E og var með 4,0 lítra V-8 vél og kostaði 5000 mörkum minna heldur en 500E. Einnig var 4,2 lítra vél fáanleg samhliða hinni en sú vél hafði áður verið notuð í S klassa bílana.


Mest hefur verið fjallað um bensín bílana á þessari stuttu yfirferð um W124 en þess má einnig geta að mikill fjöldi þessara bíla var framleiddur með dieselvélum og á þessum árum voru m.a. diesel vélar mikið endurhannaðar og kom hún t.d. með 4 ventla á strokk og einnig turbo og millikælir. Þetta voru á þessum árum einar kraftmestu diesel vélar í heimi í fólksbílum.

Fjölmargir diesel bílar af þessari gerð þjónuðu og þjóna sumir enn sem leigubílar. Reynslan af þessum bílum sem slíkum er yfirleitt mjög góð og mörg dæmi eru um akstur slíkra leigubíla í miljón kílómetra.

Í júni 1993 er svo kynnt til sögunar 3ja kynslóðin af W124. Breytingarnar m.a fólust í nýju grilli sem var nú innfellt í nýja gerð af húddi og einnig komu ný aðalljós. Skottlokið var nú líka breytt og ýmsar aðrar smábreytingar voru gerðar svona hér og þar. Einnig breyttust týpuheiti bílanna í E-Class, en þetta var gert til að passa saman við heitið á nýjum bíl frá Mercedes-Benz sem var að koma á markað og var arftaki W201 bílanna. Hafði sá bíll fengið týpuheitið C-Class, en hér er rætt um W202 sem fyrst kom á markað 1993.

Einnig var lagt meira upp úr hljóðeinangrum og vélarnar gerðar gangþýðari en áður hafði þekkst. Nú var lagt meira upp úr öryggisbúnaði og loftpúðar í stýri og fyrir framan farþega urðu staðalbúnaður í W124. ABS bremsukerfið hafði þá verið staðalbúnaður í öllum gerðum frá 1990.

W124 var ekki eingöngu framleiddur sem fólksbíll því framleiddir voru einnig sex hurða flugvallaleigubílar, sjúkra-, lögreglu- og líkbílar, ásamt ýmsum öðrum sérgerðun og sést það best að W124 var hægt að nota í mörg misjöfn hlutverk .

W124 var framleiddur frá 1984 til 1995 í 4 dyra gerðum en tveggja dyra bíllinn var fáanlegur til ársins 1996.

Í dag er W124 víst fáanlegur undir merkjum Ssang Yong Motor Company í Kóreu en þeir fengu framleiðsluleyfi frá Daimler Benz og er hann framleiddur í lengri útgáfu og með 3,2 litra vélinni og hefur undirheitið Chairman. Þetta vill segja að lengi lifa glæður í góðu báli og ljóst að hér fór á sínum tíma mikill framtíðarbíll.

Í dag hafa W124 bílar sannarlega fest sig í sessi sem traustir og áreiðanlegir gæðabílar. Mörgum þykja þessir bílar líka laglegir og þeir einstakliingar eru mjög fáir sem finnast þeir ekki fallegir.

Þessir bílar hafa líka öðlast töluvert sögulegt gildi og bílasafnarar og bílaáhugamenn víðsvegar um heim allan eru farnir að horfa til framtíðar og sjá hina ýmsu gerðir W124 bíla hýru auga sem safngripi komandi ára.


Greinahöfundar: Sigurbjörn Helgason og Rúnar Sigurjónsson.

Eitthvað fyrir alla. C124, W124 og S124