Innskráning með samfélagsmiðli

Aðalfundur MBKÍ 2017

mbki adalfundur 2017

Aðalfundur MBKÍ fyrir 2017

Aðalfundur Mercedes-Benz klúbbs Íslands (MBKÍ) verður haldinn fimmtudaginn næstkomandi, eða 12. apríl.

Aðalfundur Mercedes-Benz klúbbs Íslands (MBKÍ) verður haldinn fimmtudaginn næstkomandi, eða 12. apríl.

Fundurinn verður haldinn í Bílaumboðinu Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz á Íslandi. Askja er staðsett að Krókhálsi 11.

Í tilefni af fundinum ætlar Askja að frumsýna fyrir okkur, hinn nýja CLS. Bíllinn kom til landsins rétt fyrir helgi, og er fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Bíllinn er búinn nýjustu kynslóð díselvéla frá Mercedes en hún er 6 cyl línuvél, sem skilar 340hp og 700Nm í tog. Bíllinn sem verður til sýnis er „Edition 1“ bíll og því drekkhlaðinn búnaði.

Veitingar verða í boði MBKÍ.

Til að skrá sig á aðalfundinn er smellt á hlekkin hér að neðan. Þeir sem eru ekki meðlimir MBKÍ geta slegið tvær flugur í einu höggi og skráð sig í klúbbinn og á aðalfundinn.
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfjGP2SlADbKwtL04XXcyjutpYhhuYBPf_ho5qA4bBtsX6Xug/viewform

Dagskrá:
• Kosning fundarstjóra og fundarritara
• Skýrsla stjórnar
• Reikningar lagðir fram
• Kosning til stjórnar
• Kosning í nefndir
• Önnur mál

Nánari upplýsingar um staðsetningu og tíma er að finna inni á spjallsvæði félagsmanna í MBKÍ:
http://mbclub.is/spjall/viewtopic.php?f ... 87#p176647

Ef þú lesandi góður ert félagsmaður í MBKÍ en hefur ekki aðgang að spjallsvæði félagsmanna í MBKÍ þá endilega sendu okkur póst þ.a.l. í netfangið mbki @ mbclub.is.

Þeir sem hafa áhuga á því að gerast félagsmenn og taka þátt í aðalfundinum, eða bjóða sig fram til stjórnar, er bent á eftirfarandi í lögum klúbbsins:
Grein 7.4.
- Stjórnarmenn skulu vera orðnir 18 ára og hafa verið félagsmenn í a.m.k. 1 ár.

Úr grein 9.
- Félagsmaður telst því aðeins gildur á aðalfundi að hann hafi greitt félagsgjald að fullu eigi síðar en þrem vikum fyrir aðalfund ár hvert.

Eftirfarandi tillaga hefur borist til undirbúningsnefndar aðalfundar 2017:

7. gr. hljóðar svo: Stjórn félagsins skal skipuð fimm félagsmönnum, þ.e. formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og einum meðstjórnanda, og tveimur varamönnum. Þessir fimm aðilar hafa jafnan atkvæðisrétt um þau málefni sem ekki þarf að bera fram til samþykktar á almennum félagsfundi. Varamenn sitja stjórnarfundi með fullt málfrelsi og tilllögurétt en atkvæðisrétt hafa þeir ekki nema vanti aðalstjórnarmann á fundinn. Sá þeirra varamanna sem setið hefur lengur samfleytt í stjórn sem varamaður, telst fyrsti varamaður og er þar með fyrri til að öðlast atkvæðisrétt á stjórnarfundi.

Tillagan hljóðar upp á að bæta eftirfarandi texta við 7. gr.:

Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda.

Tillaga er að breyta í 7. gr. úr: 7. 1. Stjórnarmeðlimir skulu kosnir til tveggja ára í senn en stjórnarkosning fari fram árlega. Á sléttu ári skal kjósa formann, ritara, einn meðstjórnanda og einn varamann. Á oddatölu ári skal kjósa varaformann og gjaldkera og einn varamann

í að hún verði:

7. 1. Stjórn félagsins skal skipuð fimm félagsmönnum sem skulu kosnir til eins árs í senn. Stjórnin skal skipuð formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara, einum meðstjórnanda og tveimur varamönnum.

Tillaga að lagfæringu á textavillu í lögum en í 7. gr. er orðið tillöguréttur ritað með þremur L-um en á auðvitað aðeins að vera með tveimur

Stjórn MBKÍ 2016-201X