Forsýning á A-Class fyrir MBKÍ
Forsýning fyrir félaga MBKÍ verður þriðjudaginn 13. nóvember n.k að Smiðsbúð 12 í Garðabæ.
Nýr Mercedes Benz A-Class verður frumsýndur í Öskju laugardaginn 17. nóvember n.k., en lokuð forsýning Öskju mun verða á fimmtudaginn. Bílaumboðið Askja hefur ákveðið að félagsmenn Mercedes Benz klúbbs Íslands skuli þó verða allra fyrstir til að geta virt þennan bíl fyrir sér og hefur umboðið því lánað klúbbnum bíl svo að félagsmenn geti skoðað hann á undan öðrum. Forsýning fyrir félaga MBKÍ verður þriðjudaginn 13. nóvember n.k. að Smiðsbúð 12 í Garðabæ og verður bíllinn til sýnis frá 19:30-21:00.
Bílaumboðið Askja býður til jeppasýningar á laugardag þar sem glæsilegir Mercedes-Benz jeppar verða til sýnis. Þar má nefna ML-Class, GL-Class og GLK sportjeppann sem boðinn er á sérstöku afmælistilboði um þessar mundir eða frá 8.790.000 kr. Þá verður einnig til sýnis magnaður G-Lander jeppi og auk þess breyttur Mercedes-Benz Sprinter ferðabíll með 35 tommu dekkjum.
Jeppasýningin verður opin á milli kl. 12-16 á laugardag. Boðið verður upp á reynsluakstur á Mercedes-Benz jeppum og þá verða einnig kaffi og kleinur í boði.
Útgefið þann Nóvember 12 2012