Innskráning með samfélagsmiðli

260D-vel_212

75 ár frá upphafi díselfólksbíls

Febrúar 1936:  Þá var díselvélin fyrst sett í fólksbifreið

 

260D-1-400

1936 árgerðin af Mercedes Benz 260D W138 var fyrsta fjöldaframleidda fólksbifreiðin með díselvél.

Febrúar 1936 - 50 árum eftir uppfinningu Carl Benz á bensínknúinni bifreið, kynnti Mercedes-Benz þetta byltingarkennda ökutæki á International Motorcycle og Automobile sýningu í Berlín.
 
2.6 lítra OM 138 Þessi fjögurra strokka vél með Mercedes-Benz forbrunahólfi og Bosch innspýtingardælu afkastaði 33 kW (45 hö) við 3200 snúninga, og var sett í undirvagn af bensínknúnum Mercedes-Benz 200 með löngu hjólhafi. Bosch fjögurra stimpila innspýtingardælan leyfði allt að 3000 snúninga og tryggði hraðari eldsneytisfæðingu.

Í nóvember 1934, eftir tilraunir á ýmsum díselvélum í Mercedes-Benz fólksbifreiðum, völdu verkfræðingar breytta útgáfa af sex-strokka línuvél sem hafði reynst vel í vöruflutningabifreiðum. 

Niðurstaðan var fjögurra strokka eining með rúmtak upp á 2,6 lítra (borvídd x slaglengd, 90 x 100 mm).

Þessi nýja vél var með samskonar forbrunahólf og vörubílavélin. Í tæknilýsingu mátti sjá að hún var með toppventla og fimm legu sveifarás.

Raðframleiðsla á 260 D hófst í lok 1935 og fyrsti venjulegi díselbíll í heimi var frumsýndur í febrúar 1936, á International Motorcycle og Automobile sýningunni í Berlín.

Með meðaltals eyðslu díselolíu upp á 9,5 lítra á hundraðið, þá dugði tankfylli 400 km, og þetta jókst í 500 kílómetra eða meira eftir uppfærslu 1937. Þetta var mjög þýðingarmikið miðað við skort á bensínstöðvum á þeim tíma.

Jafnvel árið 1936 skilað 260 D díselvélin glæsilegri eldsneytisnýtingu: meðaltalseyðsla var lítillega yfir 9 lítra af dísel á 100 km, sem var töluvert betra en bensínvélin í 200 fyrirmyndinni.

Eftir hinni tilkomumiklu frumsýningu 260 D, hafa Mercedes-Benz fólksbifreiðar með dísel vél stöðugt sett nýja tæknistaðla. Eftir síðari heimsstyrjöldina, var 170 D (W 136) fyrsti nýlega hannaði díselbbifreiðin í boði hjá Mercedes-Benz. Hann var knúinn af OM 636 1,7 lítra fjögurra strokka vél og kynnt árið 1949.

Síðan þá hafa Mercedes-Benz fólksbifreiðar með dísel vél átt mikillar velgengni að fagna og með mörgum hápunktur. Þetta eru allt frá fyrsta díselbíl með fimm strokka vél (240 D 3,0 í W 115 seríunni 1974) að innleiðingu CDI tækninnar í C 220 CDI 1997 og BlueTEC mengunarbúnað í E 320 BlueTEC fyrir bandaríska markaðinn árið 2006 og allt til þróunar á dísel-hybrid bílum, eins og E 300 BlueTEC HYBRID árgerð 2011.

Mercedes Benz er því að taka afgerandi skref í þá átt að gera díselvélina hagkvæma og öfluga sem aflgjafa í farþegabíla með mikla framtíðarmöguleika.