Innskráning með samfélagsmiðli
MERCEDES BENZ hefur aldrei selt jafn marga bíla í júnímánuði eins og núna í ár
Í júní sl. afhenti Mercedes-Benz 113.300 bíla og er það söluhæsti júnímánuður í sögu fyrirtækisins. Um 13% söluaukning var á heimsvísu og hefur söluaukning það sem er af þessu ári farið fram úr öllum væntingum.
Er þetta í áttunda skiptið í röð þar sem söluaukning hjá Mercedes-Benz fer yfir tveggja stafa tölu.
Mesta aukningin var á E-class og S-class bílum og er kínverski markaðurinn augljóslega í mikilli uppsveiflu