Re: E420 - - AMG update (allir varahlutir í vél komnir)

#401
Loksins loksins!
Nú barst sending með restinni af varahlutum, höfuðlegum og aðallegum, nú getur uppgerðin farið að hefjast.


Hlynur S. - - - Sími: 869-6226

Mercedes Benz - E220
Mercedes Benz - E420 Sportline V8 - - - ///AMG kit, Eilfíðarverkefni
\\\Bón, Mössun, Alþrif
Fyrri bílar: Toyota Corolla Si, 7x W124, Justy, Volvo.
amigo.is

Re: E420 - - AMG update (allir varahlutir í vél komnir)

#403
Logi skrifaði:Glæsilegt, það fer þá að styttast í að þessi komi á götuna?
Jebb, það styttist, ég giska á næsta sumar. En aldrei að vita nema þetta gerist í lok sumars eða í haust.
Hlynur S. - - - Sími: 869-6226

Mercedes Benz - E220
Mercedes Benz - E420 Sportline V8 - - - ///AMG kit, Eilfíðarverkefni
\\\Bón, Mössun, Alþrif
Fyrri bílar: Toyota Corolla Si, 7x W124, Justy, Volvo.
amigo.is

Re: E420

#404
Er ekki tilvalið að koma með update á þennan svona rúmlega 10 árum eftir síðasta póst?

Ég tók við bílnum frá Hlyni fyrir alveg þó nokkrum tíma og ætlaði mér að komast fljótt í aðgerðir vitandi af annarri vél í bílinn. Allt kom fyrir ekki og ég byrjaði í þessu klassíska seinkunarferli sem heitir barneignir. En á þessum tíma sem ég hef átt hann hefur mér þó tekist að skipta um vél og koma flestu fyrir aftur.

En núna í byrjun sumars byrjaði ég að hreyfa bílinn, ekki þó kominn með skoðun eftir allan þennan tíma og takmarkaði það mig eðlilega. Það var bensínleki í gömlum lögnum undir bílnum, spyrnugúmmí illa farið og eitthvað af perum farnar og vissi ég því að ég fengi ekki skoðun. Hlynur var þó búinn að sanka að sér varahlutum og fylgdu þeir með bílnum og gat ég því græjað margt sem græja þurfti og fékk bíllinn athugasemdalausa skoðun eftir smá skrúferí.

Í dag er bíllinn hérna fyrir utan hjá mér með fulla 2 ára fornbílaskoðun og bíður eftir sunnudagsrúntum. Verst er að geta ekki veitt honum skjól yfir veturinn. En bíllinn er enn það góður að ég vona að hann komi ekki illa undan vetri. Ég mun líka eðlilega bara hreyfa hann og þrífa eftir bestu getu.

Það eru alveg nokkrir smáhlutir sem þarf að laga og sumt sem mig langar að betrumbæta. En, mikið rosalega er gott og gaman að fá keyra um á svona fák.

Hlynur kom í sumar og heimsótti gamlan félaga og fékk að taka rúnt á honum.
Ásgeir Örn Arnarson
S: 8460963

M.Benz 190e 3.0 twinturbo '89 bsk sportline
M.Benz 190e 2.0 '91 - seldur
M.Benz 300ce '88 - seldur
M.Benz 280se '83 - seldur
M.Benz 230e '83 - seldur
cron