Benzboy skrifaði:Angelic0- skrifaði:Ég losna úr banni á kraftinum 29. Desember... ætli þú verðir ekki bara að þola mig þangað til..
en svona að öllu gríni slepptu þá ættir þú að lesa betur yfir póstana mína, það er ekki nærri því í öðrum hverjum pósti neitt svona grín þó svo að ég sletti því af og til inn til þess að krydda aðeins upp hérna
en það er nú samt alveg ótrúlegt hvað þið Benz menn eruð hörundsárir.. ég skora hinsvegar á ykkur að prófa að sjá hvað gerist ef að þið farið að lofsama Benz á BMW spjallborðinu...
Ég var t.d. fastur á þeirri skoðun að S-class frá Mercedes væri betri bíll en 7-serie BMW.. þó svo að ég hefði aðeins átt 6stk 7-serie en aldrei S-class fyrr en í fyrra....
Því miður breyttist sú skoðun mín eftir þá reynslu... þó svo að W140 sé virkilega verklegt og gott apparat, en drifrásin í þessu er bara grín t.d. í samanburði við BMW 750i sem að er 100 hestöflum aflminni og 100nm togminni...
En nóg um það, ég skal reyna að draga úr grínþörfinni... ef að þetta er virkilega að fara svona illa í menn... ljótt ef að menn geta ekki tekið skotum...
En það er einusinni þannig að MB framleiða eitt gott og annað slæmt... rétt eins og BMW...
Ég get nú ekki stillt mig um að leggja nokkur orð í belg þar sem að ég hef haft augun á bæði kraftinum og stjörnunni lengi, sennilega lengur en þú hefur haft bílpróf. Einn af allra hreinræktuðustu BMW fans Íslands lagði nokkur orð um w140 sem ég átti fyrir nokkrum árum inn á söluþráð um M5 á kraftinum og já það gerðist slatti !!!. Á hinn bóginn verð ég að segja að
750i á ekki heima nálægt S500 eða S600 nema þá sem morgunverður fyrir Mercan.
S600 vafalaust, en á meðan að 740i er að taka svona S500 (og CLK500) í nefið þá er ég ekki að sjá hann gera það með 750i, nema þá kannski í 0-100... millihröðunin í M70/73 er gífurleg
Enda var ég hvergi að segja að 750i væri kraftmeiri, tók sérstaklega fram að hann væri 100hp og 100nm aflminni, en drifrásin í 750i í samanburði við S600... vááá... það þarf bara ekkert að ræða það
Auðvitað er hægt að stúta þeim, en ég hef ekki enn séð tilfelli.. hef átt nokkra E32 750i, spólað og spænt og keyrt eins og svín en ALDREI brotið svoleiðis drif...
Ég passaði virkilega vel upp á 600 Benzinn minn, þetta var alltaf tandurhreint í minni eigu, stífbónaður og vel hirtur að öðru leyti en að ég fékk hann á vita ónýtum hjólbörðum.
Ég asnaðist til þess að spóla 2 skipti á honum, Balli... sem að er spjallverji hérna var með mér í annað skiptið og manaði mig nú eiginlega upp í þetta þegar að hann sá að spólvörnin og ABS-ið datt út eitt skiptið sem að við vorum á rúntinum og hitt skiptið var spólvörnin á og það mátti nú varla kalla það spól þar sem að ég svona henti honum bara á hlið út úr hringtorginu neðst á hafnargötunni...
Aldrei minnkuðu eða jókust lætin í þessari svokölluðu gúmmíkúplingu sem að átti að vera ónýt (en reyndist svo í himnalagi) enda keyrði bíllinn fínt í c.a. 2 vikur og ekkert tekið á því nema jú, setti hraðamet á Reykjanesbraut í góða veðrinu einn daginn þegar að allt var autt. Mikið svakalega vinnur þetta.
Svo eitt kvöldið vantaði sósu með kjötinu og frúin ætlar að stökkva í Bónus rétt fyrir lokun og bakkar út úr innkeyrslunni, setur í Drive og kemst 1-2 metra áfram og þá kom þessi svaka fíni smellur og allt í steik...
Ég stórefa að þetta hafi hlotnast af meðferð minni á bílnum, enda við nánari rannsókn komst ég að því að drifið í þessu er frekar smágert fyrir það afl sem að það situr undir.
Og ef að við tökum saman galla og kosti E32 750i(L) vs W140 S600(L) þá er eflaust hægt að koma út á even ground. S600 hefur powerið... en er það ekki títt að skiptingar og drif séu að kveðja menn? Það sýnist mér allavega ef að marka er skrif manna á forums bæði hérlendis og erlendis...
Á móti kemur að BMW bíllinn er með AFAR sterka drifrás, þó að stöku sinnum brenni upp Torque Converter í skiptingum og skemmi útfrá sér (og þetta vandamál er tíðara á Íslandi en á meginlandinu) en tel ég það af stórum hluta vegna trassaskaps í olíuskiptum.
Ég er t.d. að fara að nota drif úr E32 750i sem að hefur fylgt mér í gegnum aldanna rás og fengið að kenna á ýmsu og ætla að nota það í E34 sem að ég er að setja saman með M30B35 mótor sem að verður TURBO væddur og ætti að skila rúmum 700nm í togi og tel ég nokkuð víst að drifið mun standa undir því, en einungis tíminn mun leiða það í ljós.
Ég og Alpina (Sveinbjörn) erum mjög góðir félagar (að mínu mati, vonandi ber hann sama hug til mín) en við höfum einnig rætt um hvað M5 og S600 eru rosalega svipaðar græjur, S600 togar meira að segja meira, en er á móti töluvert þyngri og hærra gíraður en mig minnir að ég hafi haft á orði við hann og það er bara ágætt að það komi fram hérna.. þegar að ég tók "rönn" á ferðinni við E39 M5... og það var svo gott til hnífjafnt... einnig átti ég ekki til orð þegar að ég sá töluna á GPS tækinu, hraðametsdaginn góða...
Hef EKKERT slæmt um þennan mótor að segja annað en að inngjafarspjöldin í þeim eru meingölluð og það er frekar lélegt hversu dýrt það er að viðhalda þeim.
En nú er mér orðið bókstaflega illt í puttunum eftir þessi skrif, vonandi nennir eitthver að lesa þetta
