Re: Mercedes Benz E420

#92
Jæja, mjakast, við erum nú ekki mikið að stressa okkur á þessu en þó er eitthvað að gerast, búið að sjóða mestallt fast núna :D
Þetta var nú samt ekki eins einfalt og ég hélt, þar sem þurfti að rétta bílinn talsvert að aftan til að fá hann til að standast mál og nýju hlutina til að passa almennilega :?

[img]http://farm8.staticflickr.com/7258/7717 ... b218_z.jpg[/img]

Botninn kominn í hægra megin, þurfti að smíða til hornið á afturbrettinu sökum ryðs, sést betur á næstu mynd

[img]http://farm9.staticflickr.com/8426/7717 ... e6c3_z.jpg[/img]
[img]http://farm9.staticflickr.com/8282/7717 ... 2687_z.jpg[/img]

Og rafgeymafestingin

[img]http://farm9.staticflickr.com/8424/7717 ... aecb_z.jpg[/img]

Næst á dagskrá er að laga ryð í kringum afturrúðuna, hérna er fyrir neðan rúðu þar sem brettið kemur að

[img]http://farm8.staticflickr.com/7126/7717 ... 333b_z.jpg[/img]

Talsvert sparsl í þessu þarna, en það verður bara að hafa það :x

[img]http://farm8.staticflickr.com/7116/7717 ... 3994_z.jpg[/img]

Meira seinna :D
Hjalti Guðmundsson
Sími: 897-0370

Mercdes-Benz E220 CDI 2011
Mercedes-Benz ML320 2000

Re: Mercedes Benz E420

#94
Þröstur skrifaði:Þetta eru vinnubrögð að mínu skapi.
Þá hlýtur þetta að vera í lagi :D

Annars er hann kominn aftur upp í húsnæði hjá mér, ég þarf að hreinsa aðeins upp botninn á honum þarna aftast og kítta hann upp þar sem það kom talsvert af sprungum í gamla kíttið við allar þessar réttingaræfingar :wink:
Hjalti Guðmundsson
Sími: 897-0370

Mercdes-Benz E220 CDI 2011
Mercedes-Benz ML320 2000

Re: Mercedes Benz E420

#95
Jæja, nú skal haldið áfram, kominn með hann í hús og byrjaður að vinna hann undir sprautun
Þurfti reyndar að taka aðeins til í honum áður en ég gat byrjað :wink:
Stefni á að komast á honum hringinn í Júní með klúbbnum :D
Hjalti Guðmundsson
Sími: 897-0370

Mercdes-Benz E220 CDI 2011
Mercedes-Benz ML320 2000

Re: Mercedes Benz E420

#98
Hlynzi skrifaði:Hættur við að selja bílinn ?
Bara ekki hægt að selja hann eins og hann er, þannig að þá er bara að klára hann :?
Hjalti Guðmundsson
Sími: 897-0370

Mercdes-Benz E220 CDI 2011
Mercedes-Benz ML320 2000

Re: Mercedes Benz E420

#99
hjalti.g skrifaði:
Hlynzi skrifaði:Hættur við að selja bílinn ?
Bara ekki hægt að selja hann eins og hann er, þannig að þá er bara að klára hann :?
Já, þetta eru alls ekki auðseljanlegir bílar, hvað þá í einhverju viðgerðarástandi.

Ég var nú að íhuga að kaupa hann, þar sem mig vantar auðvitað vél, og hafði hugsað að uppfæra bremsukerfið í E220 í alvöru 4 stimpla dælur með stórum diskum.
En ég held að hann sé orðinn of fínn fyrir kaup og að ræna vélinni úr honum.
Annars er ég á höttunum eftir M119 5.0 helst með nýja kveikjukerfinu (laus við kveikjulok) , S500, SL500, 500E, E500 og E50 AMG (W210) eru bílar sem ég hef áhuga á núna í slæmu ástandi með nothæfa vél og bremsur.
Hlynur S. - - - Sími: 869-6226

Mercedes Benz - E220
Mercedes Benz - E420 Sportline V8 - - - ///AMG kit, Eilfíðarverkefni
\\\Bón, Mössun, Alþrif
Fyrri bílar: Toyota Corolla Si, 7x W124, Justy, Volvo.
amigo.is

Re: Mercedes Benz E420

#100
Jæja einhverjar myndir liggja eftir þessa páskahelgi, það tókst að vinna skelina undir og setja fyllir á hana
Allir staðir þar sem var spartl eða skein í járn voru fyrst grunnaðir með Epoxy grunn :tumbsup2:
Ég var líka aðeins að eiga við skottlokið, það var náttúrulega ryðgað í drasl í kringum númeraljósin þannig að það þurfti að græja það einhvernveginn, og fyrst var ryðgaði hlutinn klipptur burt
Þetta klippti ég úr, frekar dapurt :?
Síðan var nýtt járn beygt til þannig að það passaði cirka og soðið fast og gerð göt fyrir númersljósin
Síðan var bara að trebba og sparsla, virðist verða í lagi :D
Meira seinna :D
Hjalti Guðmundsson
Sími: 897-0370

Mercdes-Benz E220 CDI 2011
Mercedes-Benz ML320 2000
cron