Mercedes Benz E420

#1
Jæja, enn og aftur Benz, í þetta skiptið E420 1995 módel sem hefur átt betri daga. Planið er fyrst að koma þessum á númer og svo smátt og smátt gera hann góðan. Er búinn að koma honum í gang og fara prufurúnt og þetta virðist allt virka cirka eins og það á að gera, þarf þó að fara í bremsur og svoleiðis þar sem hann er búinn að standa í langan tíma :D

[img]http://farm7.static.flickr.com/6125/593 ... 784f_z.jpg[/img]
[img]http://farm7.static.flickr.com/6012/593 ... 6cfe_z.jpg[/img]
[img]http://farm7.static.flickr.com/6130/593 ... 6641_z.jpg[/img]

Kem með betri myndir seinna
Seinast breytt af hjalti.g þann 04 Ágú 2011, 23:44, breytt 2 sinnum alls.


Hjalti Guðmundsson
Sími: 897-0370

Mercdes-Benz E220 CDI 2011
Mercedes-Benz ML320 2000

Re: Mercedes E420 (uppvakningurinn)

#2
Til lukku með þennan Hjalti !

Og mikið er ég fegin að sjá að hann er farinn þarna úr brekkunni á Háaleitisbrautinni :clapping:

Ég vinn þarna í þarnæsta húsi og hef þurft að horfa upp á hann standa þarna lengi...
Sveinn Þorsteinsson
GSM: 899-5277

Mercedes-Benz 190Dc, 1964, R-222
Mercedes-Benz 300SEL 6.3, 1967, R-22
Mercedes-Benz 300GE, 1990
Mercedes-Benz 300SL, 1990

[img]https://zveinn.updog.co/R22/banner33.jpg[/img]

Re: Mercedes E420 (uppvakningurinn)

#3
sveinn skrifaði:Til lukku með þennan Hjalti !

Og mikið er ég fegin að sjá að hann er farinn þarna úr brekkunni á Háaleitisbrautinni :clapping:

Ég vinn þarna í þarnæsta húsi og hef þurft að horfa upp á hann standa þarna lengi...
Takk fyrir það, þetta gengur ágætlega, virðist ekki vera mikið að þessu fyrir skoðun :? , ætla að reyna að setja hann á númer á morgun :D
Hjalti Guðmundsson
Sími: 897-0370

Mercdes-Benz E220 CDI 2011
Mercedes-Benz ML320 2000

Re: Mercedes E420 (uppvakningurinn)

#4
MAGNAÐ, ég fór í mat til ömmu og afa í gær á háaleitisbrautinni, lagði við hliðinná þessum í góðum fíling, svo kem ég saddur út, þá er hann bara farinn! Ég er búinn að sjá hann þarna í mörg ár! Gott að hann er kominn í góðar hendur.
Subaru Justy J12 1990
Mercedes-Benz 230E w124 '91 - Seldur

Re: Mercedes E420 (uppvakningurinn)

#8
Ég hef allavega ekki fundið neitt alvarlegt, að vísu er einhver orginal þjófavörn í honum sem var alltaf að blikka ljósum, það hætti þegar ég tók tvö öryggi úr, vantar sennilega fjarstýringu til að laga það.
Svo var vesen á hinum og þessum rafmagnshlutum, megnið af því fór að virka þegar ég skipti út öllum öryggjum :D
Hjalti Guðmundsson
Sími: 897-0370

Mercdes-Benz E220 CDI 2011
Mercedes-Benz ML320 2000
cron