Mercedes-Benz 250D turbodiesel W124 árg. 1992

#1
Þá hef ég loksins komið því í verk að setja inn myndir af olíulampanum inn á spjallið. Bíllinn var keyptur í janúar 2008 og var settur í alsprautun mjög fljótlega (1.100 evrur). Einnig þurfti að kaupa stjörnuna á vatnskassahlífina (23 evrur), sem og endurnýja hliðarspeglana og gúmmílistann á afturstuðaranum. Eina ryðið var sáralítið yfirborðsryð á 1-2 stöðum. Fyrir u.þ.b. ári fann ég svo loks þessar original álfelgur og er allt annað að sjá bílinn miðað við stálfelgurnar með plastkoppana. Við það tækifæri var fjárfest í nýjum Dunlop togleðurshringjum. Varla fer nokkur Benzeigandi með fulla fimm að setja hálfslitnar túttur á nýjar (gamlar) álfelgur. :D

[img]http://i906.photobucket.com/albums/ac27 ... 992-01.jpg[/img]

[img]http://i906.photobucket.com/albums/ac27 ... 992-02.jpg[/img]

[img]http://i906.photobucket.com/albums/ac27 ... 992-03.jpg[/img]

[img]http://i906.photobucket.com/albums/ac27 ... 992-04.jpg[/img]

[img]http://i906.photobucket.com/albums/ac27 ... 992-05.jpg[/img]

[img]http://i906.photobucket.com/albums/ac27 ... 992-06.jpg[/img]

[img]http://i906.photobucket.com/albums/ac27 ... 992-07.jpg[/img]

[img]http://i906.photobucket.com/albums/ac27 ... 992-08.jpg[/img]


Kveðja,
Sveinn Arnar.
Mercedes-Benz 280SE 1984
Mercedes-Benz 250D turbo 1992
Mercedes-Benz E300 turbo diesel 1999
Mercedes-Benz C180 Elegance 2001 Seldur

Re: Mercedes-Benz 250D turbodiesel W124 árg. 1992

#8
Set hérna til gamans eldri myndir - þær elstu teknar af netinu þegar bílasalan í Alicante auglýsti hann til sölu...

[img]http://i906.photobucket.com/albums/ac27 ... 992-01.jpg[/img]
Heildarsvipurinn var þokkalegur er bíllinn var á sölu. Lakkið var verst á húddinu. Engin stjarna og orangelituð stefnuljós.

[img]http://i906.photobucket.com/albums/ac27 ... 992-03.jpg[/img]
Líka mynd bílasölunnar að innan.

[img]http://i906.photobucket.com/albums/ac27 ... 992-05.jpg[/img]
Tækið í bílnum var Blaupunkt (á myndinni) og var ætlunin að kaupa aftur Blaupunkt, en vegna mjög takmarkaðs úrvals fundust þau ekki án silfraðra eða krómaðra takka, eins og flest tæki eru í dag. Fann ég að lokum SONY alsvart í Media Markt í Elche og voru nýir SONY hátalarar einnig settir í.

[img]http://i906.photobucket.com/albums/ac27 ... 992-06.jpg[/img]
Hér er bíllinn kominn í sprautuklefann.

[img]http://i906.photobucket.com/albums/ac27 ... 992-07.jpg[/img]
Stutt í sprautun, en ég þetta tók samt um viku í heildina.

[img]http://i906.photobucket.com/albums/ac27 ... 992-08.jpg[/img]
Bíllinn kominn heim í hlað eftir sprautun. Þarna eru ennþá gömlu felgurnar á.

[img]http://i906.photobucket.com/albums/ac27 ... 992-10.jpg[/img]
Læt þessa fylgja með til gamans af bílnum þvegnum til hálfs eftir leirkennda rigningu. Bíllinn var gullhreinn áður en byrjaði að rigna.
Kveðja,
Sveinn Arnar.
Mercedes-Benz 280SE 1984
Mercedes-Benz 250D turbo 1992
Mercedes-Benz E300 turbo diesel 1999
Mercedes-Benz C180 Elegance 2001 Seldur

Re: Mercedes-Benz 250D turbodiesel W124 árg. 1992

#9
BaraBenz skrifaði:Glæsilegur og vona að þú fáir hinn sem fyrst.
SveinnArnar skrifaði:Kærar þakkir fyrir það félagar. Beinskiptur? Nei, ég hefði nú alveg eins getað keypt mér reiðhjól eins og beinskiptan Benz... 8)
Svo innilega sammála þér.

ósammála.

Hef átt nokkra w124 og mér finnst sjálfskiptingarnir í þeim öllum vera leiðinlegar í samanburði við t.d Range Rover p38 sem ég átti. En ég get nú ekkert fullyrt neitt um þetta.. bara mín reynsla.
Ásgeir Yngvi Ásgeirsson

W202 Mercedes Benz C 180 ´99 #Frúarbíllinn
W116 Mercedes Benz 280 SE '80 #Fyrsta ástin
Range Rover 4,0 SE ´01 #aldrei lærir maður
Subaru 1800 DL ´92 #Forstjórabifreiðin

Re: Mercedes-Benz 250D turbodiesel W124 árg. 1992

#10
Ásgeir Yngvi skrifaði: ósammála.

Hef átt nokkra w124 og mér finnst sjálfskiptingarnir í þeim öllum vera leiðinlegar í samanburði við t.d Range Rover p38 sem ég átti. En ég get nú ekkert fullyrt neitt um þetta.. bara mín reynsla.
Hafa þeir þá ekki bara allir verið með stíflaða sjálfskiptisíu (skiptingin verður hörð).

Mín reynsla er sú að síðan í '80 módelinu af W123 og nýrri sem ég hef átt hafa verið mjög skemmtilegar skiptingar. Ekkert síðri en ZF skiptingin í Range Rover.

"4 speed ZF4HP22-E automatic (the same transmission was used by many 1990’s BMWs, Mercedes’, and Volvos) "
Jón Ketilsson S. 8662773

Að eiga Benz eru trúarbrögð.