Minn elskulegi w210 hefur núna nokkrum sinnum kveikt forhitaraljós á ferð. Veit einhver hvað það þýðir. Undirritaður var fyrir nokkru eitthvað að athuga öryggi og er að velta því fyrir mér hvort þetta tengist eitthvað.
haha já þetta er magnað. En á sían sem sagt að vera í hólfinu hliðiná miðstöðvarmótornum ?
En svona þegar þú segir þetta Rúnar þá er maður alltaf strjúkandi af helvítis mælaborðinu á honum á sumrin. Þessi bíll fer líka fleiri fleiri km á malarvegi á hverjum degi.
Jæja ég opnaði þetta og það er bara engin sía í bílnum. Opnaði fyrst hólfið við hlið miðstöðvarmótorsins, það var bara galtómt. Ég reif þá bara miðstöðvarmótorinn úr til að ganga úr skugga um að þar leyndist ekki sía. En nei nei þar var ekkert heldur... neema að þar sá ég að flipinn á útiloftið var ...