Samkoma Mercedes-Benz eigenda og áhugamanna mánud. 29. apríl

#1
Mercedes-Benz klúbbur Íslands boðar til samkomu mánudaginn 29. apríl. kl. 20:30
Perlan_bilar.jpg
Ætlunin er að vera með "hefðbundna hittinga" síðasta mánudag í hverjum mánuði fram á haust.

Allir sem eiga eða hafa áhuga á Mercedes-Benz bifreiðum eru velkomnir á "hittinga" klúbbsins, óháð því hvort þeir eru meðlimir eða ekki.

Að þessu sinni verður samkoman haldin á neðra bílaplaninu við Perluna í Reykjavík, sjá á eftirfarandi myndum:
Perlan_bilastaedi_01.PNG
Perlan_bilastaedi_02.PNG


Mercedes-Benz klúbbur Íslands
Netfang: mbki @ mbclub.is
cron