Hringferð um landið í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins

#1
Uppfærðar upplýsingar 12-06-2013:

Dagskrá afmælisferðar MBKÍ 2013:

15. júní
- Mæting hjá Öskju kl. 09:00
- - Askja býður upp á kaffi og rúnnstykki
- Brottför frá Öskju kl. 10:30
- Áætlað er að stoppað í Samgönguminjasafninu í Borgarnesi um hádegið
- Lagt af stað frá Borgarnesi um kl. 13:00
- Stoppað í Staðarskála í Hrútafirði um kl. 14:15 og borðað þar
- Lagt af stað til Skagafjarðar um kl. 15:00
- Stoppað í Samgönguminjasafninu í Stóragerði í Skagafirði um kl. 17:00
- Lagt af stað til Akureyrar um kl. 18:00 og komið til Akureyrar um kl. 19:30
- Laugardagskvöld er á eigin vegum

16. júní:
- Sunnudagur á eigin vegum á Akureyri
- - Sjá annars dagskrána hjá Bílaklúbbi Akureyrar á http://www.ba.is" onclick="window.open(this.href);return false;
- Sýningabílar þurfa að vera komnir, hreinir fínir, um kvöldið í Bogann við Þórsheimilið á Akureyri
- - - Nánari upplýsingar hjá Reyni Ara í síma 848 8699.

17. júní
- Bílasýning í Boganum frá kl. 10:00 til 18:00

18. júní
- Um kl. 12:00 lagt af stað hjá N1 (Leirunesti) við gatnamót Drottningabrautar og þjóðvegar 1 á leið til Húsavíkur
- Um kl. 13:00 er komið við í Samgönguminjasafninu að Ystafelli og það skoðað.
- Um kl. 14:30 er lagt af stað til Egilsstaða
- Áætlað er að stoppa einu sinni á leiðinni, líklega á Mývatni
- Komið á Egilsstaði um kl. 18:00
- Grill í boði klúbbsins um kl. 19:00
- - - Nánari upplýsingar hjá Garðari í síma 892 0084

19. júní
- Lagt af stað kl. 12:00 frá N1 á Egilsstöðum
- Um kl. 13:00 Stríðsárasafnið á Reyðafirði skoðað
- Um kl. 14:30 lagt af stað til Hafnar í Hornafirði og er áætluð koma þangað um kl. 18:00

20. júní
- Lagt af stað frá N1 á Höfn í Hornafirði kl. 10:00 og stoppað í Skaftafelli um kl. 11:30
- Lagt af stað kl. 12:30 áleiðist til Skóga og komið við í Byggða- og samgöngusafninu að Skógum um kl. 14:30 og dagskrá lýkur þar

Aðgangseyrir að söfnunum verður í boði klúbbsins fyrir þá sem eru í ferðahópnum, þar sem það á við og gera má ráð fyrir að klúbburinn sjái um veitingar endrum og sinnum.


Garðar Lárusson
s. 892-0084

500SE 1989
280E 1980
290GD TDI 1987
280GE 1987

Re: Hringferð um landið í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins

#2
Eins og ég segi, stefnan er tekin á þetta.

Allar líkur á að ég fari fyrr norður á Akureyri á bíladaga og sláist svo í för með hópnum til baka alla leið til reykjavíkur.

Mæli með að við gerum okkur sér ferð á flugsafnið á Akureyri, ég ætla allavegana að skella mér.
Hlynur S. - - - Sími: 869-6226

Mercedes Benz - E220
Mercedes Benz - E420 Sportline V8 - - - ///AMG kit, Eilfíðarverkefni
\\\Bón, Mössun, Alþrif
Fyrri bílar: Toyota Corolla Si, 7x W124, Justy, Volvo.
amigo.is

Re: Hringferð um landið í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins

#5
Ég get mögulega fylgt hópnum úr hlaði, t.d. upp að göngum. Hvet fleiri Benzmenn til ad gera slíkt hið sama, sem eru í bænum en komast ekki í ferðina vegna vinnu eða annars. Þetta væri góður móralslegur stuðningur fyrir hringferðarfara - og væri auk þess flott auglýsing fyrir ferðina ef einhverjir fjölmiðlar verða á staðum við upphaf ferðar. :wink:
Jón Birgir Valsson
GSM:6990019

Re: Hringferð um landið í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins

#6
JBV skrifaði:Ég get mögulega fylgt hópnum úr hlaði, t.d. upp að göngum. Hvet fleiri Benzmenn til ad gera slíkt hið sama, sem eru í bænum en komast ekki í ferðina vegna vinnu eða annars. Þetta væri góður móralslegur stuðningur fyrir hringferðarfara - og væri auk þess flott auglýsing fyrir ferðina ef einhverjir fjölmiðlar verða á staðum við upphaf ferðar. :wink:
Góð hugmynd! :tumbsup2:
Sveinn Þorsteinsson
GSM: 899-5277

Mercedes-Benz 190Dc, 1964, R-222
Mercedes-Benz 300SEL 6.3, 1967, R-22
Mercedes-Benz 300GE, 1990
Mercedes-Benz 300SL, 1990

[img]https://zveinn.updog.co/R22/banner33.jpg[/img]

Re: Hringferð um landið í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins

#9
Lárusson skrifaði:Gisting verður á eigin vegum á hverjum stað, þar sem þarfir manna eru mismunandi og geta svo líka verið mismunandi milli staða.
Vonandi getur maður komið til móts við ykkur í Skagafjörðinn á laugardaginn,þarf endilega að hrækja sóti úr 500 bílnum.
Sigurjón Kristjánsson
Mercedes Benz 500E '91
Mercedes Benz 300E 4Matic '91
Mercedes Benz A160 Avantgarde '98
Mercedes Benz C36 AMG '94
cron