Síða 1 af 1

Troðsla á m103 í 190E

Innsent: 07 Ágú 2014, 23:21
frá Símon95
okei , ég er að spá í að troða 3l vél ofan í 190E boddýið , semsagt úr e300 (w124) , ég var að spá hvort það yrði eitthvað Brjálað vesen í kringum þetta? t.d skipta út öllu rafkerfinu ,
Á ég eftir að stúta öllum hjólabúnað í leiðini við þetta? (t.d drifi , drifskafti , hjöruliðum) Einhver sem gæti gefið mér einhverjar ábendingar um þessa hugmynd áður en ég festist í draumalandi með þessa draumóra mína ? :)

Re: Troðsla á m103 í 190E

Innsent: 08 Ágú 2014, 10:17
frá Benni
Það er einhver hér á spjallinu sem var búinn að þessu.
W201 er til "original" með 6 cyl vélinni sem 2.6 og því ætti 3.0 ekki að vera "neitt mál" ;)

Re: Troðsla á m103 í 190E

Innsent: 08 Ágú 2014, 15:46
frá Daníel K
Þetta er lítið mál ofan í orginal 2.6 bíl, en það annað með fjögurra cylindra bíl. Sexan er töluvert lengri mótor og vatnskassin því undir lásbitanum og vatnskassinn sjálfur töluvert stærri. Ég sjálfur myndi leita mér að 2.6 bíl fyrir svona.

Re: Troðsla á m103 í 190E

Innsent: 08 Ágú 2014, 16:04
frá Benni
Daníel K skrifaði:Þetta er lítið mál ofan í orginal 2.6 bíl, en það annað með fjögurra cylindra bíl. Sexan er töluvert lengri mótor og vatnskassin því undir lásbitanum og vatnskassinn sjálfur töluvert stærri. Ég sjálfur myndi leita mér að 2.6 bíl fyrir svona.
Auðvitað - "það meikar sens"... :tumbsup2:
Hér er eintak sem væri sjálfsagt hægt að nota til slíks brúks:
https://bland.is/til-solu/farartaeki/bi ... -/2310830/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Troðsla á m103 í 190E

Innsent: 09 Ágú 2014, 01:38
frá Mercedes-Benz
Þetta er ekkert mál ;)
Tekur bara endalaust af tíma, tárum og taugaveiklun :twisted:

En..... hvað er það fyrir góðan Benz :tumbsup2: