Ég fékk mér einn svona 24 ventla, diesel, station kagga í vor. Þetta er alls ekki heillegasti bíll í heimi en ég hef smá gaman að honum.
Ég fékk hann svona

Keyrði norður á Blönduós þar sem við bræður ætluðum að sækja Skoda sem annar bræðra minn var að kaupa. Benzinn komst þangað en þó ekki til baka. Drifið spítti út úr sér allri olíunni og ég varð að skilja hann eftir á sveitabæ hjá góðum manni sem ég þekkti þó ekki neitt.

Ég á því miður ekki myndir af því en ég náði í bílinn ásamt góðum vini mínum á dráttarbíl og eftir það var gert eitthvað í þessum drifmálum. Þó ekki nóg þar sem drifið er handónýtt núna, ég bíð bara eftir því að það fari alveg. Ég á annað til að láta í hann.
Þegar bíllinn var farinn að keyra aftur var stutt í bíladaga og þar sem twinturbo w201 bíllinn minn bílaði var lítið annað í stöðunni en að gera þennan bíl bíladagahæfan.
Ég lækkaði hann fyrst örlítið pínulítið.

Skellti svo undir hann 18" felgum sem ég málaði bláar fyrir þessa daga.

Dekkin slitnuðu frekar hratt með þessari lækkun og afturdekkin skemmdust.

Þá varð ég bara að skipta um felgur. Þannig ég lét 17" felgurnar mínar sem ætla bara að passa best á alla bíla sem ég eignast.

Fljótlega eftir að þær fóru undir bílinn fann ég mér lip undan VW Golf og strappaði fast undir stuðarann til þess að fá hann aðeins nær jörðinni. Þið þekkið þetta benz menn, þið sækist í jörðina.

Svo bara í dag var ég að skipta um framljós þar sem þessi gömlu voru ekki upp á sitt besta, brotið gler. Ég fann mér svona rosalega fín kínaljós til að láta í staðin.
