Valið stóð upphaflega á milli 911 og M3. Eftir skamma umhugsun varð M3 fyrir valinu, að miklu leyti vegna betra pláss í aftursæti (sem útilokaði blæjubenzana frá byrjun). Þegar leitin að M3 stóð sem hæst á mobile.de dúkkaði upp ein Alpina B3 biturbo sem vakti forvitni og smám saman varð þannig bíll fyrir valinu.
Línu sexa með tveim túrbínum sem skilar 360 hp og 500 Nm!!! Uppgefinn tími fyrir 0-100 er 5 sek (blæjubíllinn) og hámarkshraði 280 km/kls. Eyðslan (blandað) 9,9 L/100 km !!!.
Semsagt "hin fullkomna blanda af fjölskyldubíl og sportbíl" - vona ég.
Eftir viku fer ég til Hamborgar og sæki bílinn og þá kemur í ljós hvort að þetta passar, fram að því verð ég að láta myndirnar duga