Ferðalag til Hamborgar

#1
Nú er vorið að koma og þá er tími til kominn að bæta einhverju í bílskúrinn.
Valið stóð upphaflega á milli 911 og M3. Eftir skamma umhugsun varð M3 fyrir valinu, að miklu leyti vegna betra pláss í aftursæti (sem útilokaði blæjubenzana frá byrjun). Þegar leitin að M3 stóð sem hæst á mobile.de dúkkaði upp ein Alpina B3 biturbo sem vakti forvitni og smám saman varð þannig bíll fyrir valinu.
Línu sexa með tveim túrbínum sem skilar 360 hp og 500 Nm!!! Uppgefinn tími fyrir 0-100 er 5 sek (blæjubíllinn) og hámarkshraði 280 km/kls. Eyðslan (blandað) 9,9 L/100 km !!!.
Semsagt "hin fullkomna blanda af fjölskyldubíl og sportbíl" - vona ég.
Eftir viku fer ég til Hamborgar og sæki bílinn og þá kemur í ljós hvort að þetta passar, fram að því verð ég að láta myndirnar duga :?


Volvo XC 90 2005 V8 (frúarbíllinn)
Suzuki Hayabusa GSX1300R 1999
Alpina B3 biturbo 2008 #101

Re: Ferðalag til Hamborgar

#8
Hlynzi skrifaði:Þessi er flottur. Er sammála Benzara samt varðandi að stafirnir er mjög stórir á skottlokinu, væri snyrtilegra að hafa þá minni.
Afsakið,, smá OT..

en þegar ég fékk minn þá voru öngvir stafir á skottinu .. og ég var voða sár :wink: ,,,,,,,,,,

en þar sem það er hörmungin ein að bóna i kringum þetta,, og safnar í sig allskonar koj sem ekki á að vera .. þá er til möguleiki sem
menn gæti nýtt sér ,, en það eru límmiðar

Ég á reyndar eftir að setja ALPINA stafina.. en það er auka atriði held ég

Svo er annað... þessir oem stafir kosta MORÐ,,,,,,, :o
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507



http://alpina.123.is/pictures/

Re: Ferðalag til Hamborgar

#9
Alpina skrifaði:
Hlynzi skrifaði:Þessi er flottur. Er sammála Benzara samt varðandi að stafirnir er mjög stórir á skottlokinu, væri snyrtilegra að hafa þá minni.
Afsakið,, smá OT..

en þegar ég fékk minn þá voru öngvir stafir á skottinu .. og ég var voða sár :wink: ,,,,,,,,,,

en þar sem það er hörmungin ein að bóna i kringum þetta,, og safnar í sig allskonar koj sem ekki á að vera .. þá er til möguleiki sem
menn gæti nýtt sér ,, en það eru límmiðar

Ég á reyndar eftir að setja ALPINA stafina.. en það er auka atriði held ég

Svo er annað... þessir oem stafir kosta MORÐ,,,,,,, :o
Þú leystir þetta nú ágætlega með númeraplötunni. :lol:
Hún kostar reyndar allt að MORð verði :shock:
Jón Birgir Valsson
GSM:6990019
cron