Re: Mercedes-Benz 300GE, 1990

#17
Takk fyrir :)

...eftir að hafa haft felgurnar svona svartar í nokkra daga þá er mér bara farið að líka ágætlega vel við þær í þesssum lit.

Hugsa að ég láti þetta vera svona þar til og ef ég fæ leið á þessu, en þá mála ég þær bara aftur í hefðbunda silfturgráa litinum þar sem undirvinnan er búin.

Finnst bíllinn reydar vera einmitt með þetta grófa trukka-look sem ég var að leita eftir svona 8) Hann er líka svolítið öðruvísi og ég hef dálítið gaman að því.

Tek betri myndir við tækifæri...
Sveinn Þorsteinsson
GSM: 899-5277

Mercedes-Benz 190Dc, 1964, R-222
Mercedes-Benz 300SEL 6.3, 1967, R-22
Mercedes-Benz 300GE, 1990
Mercedes-Benz 300SL, 1990

[img]https://zveinn.updog.co/R22/banner33.jpg[/img]

Re: Mercedes-Benz 300GE, 1990

#20
Ég er búinn að vera vinna töluvert í þessum undanfarið og er hann að verða klár í fjallaferðirnar.

Eftir að ég kom bílnum í gang, þá hef ég mest verið að laga lakkskemmdir en einnig að laga ganginn í honum og driflæsingarnar. Þetta er nú allt komið í lag og bíllinn að verða fjallfær eins og áður sagði.

Hef alls ekki verið nógu duglegur að mynda framganginn, en maður saknar þess alltaf svolítið eftirá. Hér eru þó 3 myndir frá því að ég var að laga þetta litla ryð sem var komið í bílinn. Ég sandblés þetta með sérstakri sandblásturbyssu sem getur sandblásið staðbundið. Með þessu fylgir gúmmískapalón sem hægt er að nota til að sandblása mjög litla og afmarkaða bletti. Hér fyrir neðan er einna versta skemmdin, en hún var á afturhleranum. Það voru reyndar nokkrar svona skemmdir, en þarna er ég búinn að sandblása þetta tiltekna svæði. Gleymdi alveg að ljósmynda framganginn að öðru leiti :roll:

[img]http://dl.dropbox.com/u/1264580/300GE/lakkvidg1.jpg[/img]

Þessi bíll er allur svo heppilega kassalaga og ég slapp því með að sprauta bara inn í innfellda svæðið við húninn. Kom bara nokkuð vel út.

[img]http://dl.dropbox.com/u/1264580/300GE/lakkvidg2.jpg[/img]

Mér finnst þessi sandblástursbyssa alveg snilld, ódýr, handhæg og svo endurnýtir hún sandinn sem er frekar dýr ef maður blæs þessu bara einu sinni út í loftið. Dremelinn var heldur aldrei langt undan.

[img]http://dl.dropbox.com/u/1264580/300GE/lakkvidg3.jpg[/img]


Þó að það væri varadekksfesting á skottlokinu, þá fylgdi bílnum ekkert varadekk eða felga. Ég spurði eigandann sérstaklega að þessu og fékk einfaldlega það svar að það fylgdi ekki varadekk. Fór ekkert frekar út í það, enda voru kaupin ágæt. Ég var á tímabili að spá í að notast bara við viðgerðatappa, en finnst einhvernvegin öruggara að vera með varadekk. Allt í lagi að hafa tappa líka. Ég hef aldrei gert við dekk með tappa, og mig langar ekkert að fara prófa mig áfram með það uppi á fjöllum. Ég ákvað því að auglýsa eftir felgu, og þá langaði mig einna helst í álfelgu eins og er undir bílnum og festingu sem myndi snúa felgunni út á skottinu (sú sem er á bílnum snýr dekkinu öfugu). Fljótlega fékk ég svar frá Garðari hér á spjallinu, sem átti stálfelgu með dekki sem virtist vera að heppilegri stærð. Mig langaði samt að bíða aðeins og sjá hvort einhver ætti ekki álfelgu, en það gekk seint. Ég fór því að skoða þetta hjá Garðari og ætlaði að prófa það undir. Úr því varð ekki þar sem ekki var aðstaða til þess, en ég fékk þetta lánað til að prófa. Mér leist satt að segja ekkert á þetta því felgan var svo ryðguð og við skoðun var dekkið mjög fúið. Svo þegar ég ætlaði að lyfta bílnum upp reyndist tjakkurinn í bílnum vera bilaður og Verkfæralagers-gólftjakkurinn of lítill. Ágætt reyndar að komast að því svona heima. Ég spáði fyrst í að láta laga hann, en ákvað að skoða hvort ég gæti ekki keypt bara nýjan flöskutjakk í staðin. Fann síðan þennan fína tveggja þrepa flöskutjakk í N1, og það besta var að hann kostaði ekki nema 7þús (sem er sennilega mikið minna en það sem myndi kosta að laga hinn).

Þar sem ekkert annað var í boði, ákvað ég bara að slá til og reyna að laga þessa felgu og sjá hvernig það kæmi út. Ég er í sumarfríi og klæjaði líka í puttana að gera eitthvað við þetta.

Felgan leit ekki vel út að innan (þeirri hlið sem snýr út þegar dekkið er á festingunni) og var ekki áreynileg. Þarna er ég reyndar aðeins búinn að pússa í hana til prófunnar.

[img]http://dl.dropbox.com/u/1264580/300GE/felga1.jpg[/img]

Framhliðin var þó heldur skárri.

[img]http://dl.dropbox.com/u/1264580/300GE/felga2.jpg[/img]

En dekkið því miður frekar fúið og sprungið þar sem það hafði legið.

[img]http://dl.dropbox.com/u/1264580/300GE/felga3.jpg[/img]

Hér er búið að slípa, blása og grunna felguna að framan.

[img]http://dl.dropbox.com/u/1264580/300GE/felga4.jpg[/img]

...og að innan. Orðin heldur skárri þarna.

[img]http://dl.dropbox.com/u/1264580/300GE/felga5.jpg[/img]

Felgan komin í rétta trukkalitinn að framan 8)

[img]http://dl.dropbox.com/u/1264580/300GE/felga6.jpg[/img]

Hér er svo felgan/dekkið komið á sinn stað. Mér finnst þetta passa bara nokkuð vel þarna... :)

[img]http://dl.dropbox.com/u/1264580/300GE/felga7.jpg[/img]

[img]http://dl.dropbox.com/u/1264580/300GE/felga8.jpg[/img]

Ég þarf þó að finna mér nýtt dekk, því ég treysti þessu dekki ekki. Það er framleitt 1983 og því 28 ára.

Ég var búinn að skrifa hérna einhvern texta um það þegar ég vara að laga ganginn í bílnum og bilanaleitina í tengslum við driflæsingarnar, en textinn var svo langur að ég held að það nenni enginn að lesa hann :lol:
Sveinn Þorsteinsson
GSM: 899-5277

Mercedes-Benz 190Dc, 1964, R-222
Mercedes-Benz 300SEL 6.3, 1967, R-22
Mercedes-Benz 300GE, 1990
Mercedes-Benz 300SL, 1990

[img]https://zveinn.updog.co/R22/banner33.jpg[/img]
cron