Var að fjárfesta í hvítum W123 Coupe bíl árg 1983 og hefur verið á götum þessa lands frá árinu 1986. Einn eigandi á Íslandi frá því hann var fluttur inn, hjón á Selfossi og
var hann þar á götum allt til ársins 2006 þegar bílnum var lagt. Hann var búinn að standa í ein 3 ár í geymslu í Njarðvík þegar ég keypti hann fyrir fáeinum dögum síðan. Í heildina er hann í mjög góðu standi en ég er búinn að skipta um húdd og skottlok og er að leita af nýjum frambrettum ásamt því að athuga með að skipta um báðar framhurðir, þó þess þurfi ekki en ef einhver ætti 2 heilar hurðir á réttu verði myndi maður skoða það vel
Er á fullu þessa dagana að taka bílinn í gegn og búinn að taka einhverjar myndir..
Varðandi búnað þá er þessi bílll með topplúgu sem er rafmagns en svo handsnúnum rúðum og speglum
Myndir af honum eins og hann var þegar ég fékk hann
[img]http://img85.imageshack.us/img85/618/mynd0067.jpg[/img]
[img]http://img707.imageshack.us/img707/5639/mynd0069.jpg[/img]
Hann er kominn með svart húdd og skottlok sem eru algjörlega óryðguð, búið er að fjarlægja krómboga aftan af bílnum og ekki arða af ryði þar undir en bílinn breyttist helling við að losna við það ógeð, ætla svo að skipta um diska, klossa og púða um helgina og hleypa lofti af kúpplingunni.
Fleiri myndir koma vonandi á morgun.
*edit*
Svona er hann orðinn ári eftir að ég fékk hann í mínar hendur... Verkefnið er óðum að skríða saman...
[img]http://carphotos.cardomain.com/ride_ima ... _large.jpg[/img]
18 mánuðum eftir að uppgerð hófst lítur hann svona út.
[img]http://carphotos2.cardomain.com/images/ ... _large.jpg[/img]
Kveðja