Mercedes Benz W123 230 CE árg 1983

#1
Kvöldið...

Var að fjárfesta í hvítum W123 Coupe bíl árg 1983 og hefur verið á götum þessa lands frá árinu 1986. Einn eigandi á Íslandi frá því hann var fluttur inn, hjón á Selfossi og
var hann þar á götum allt til ársins 2006 þegar bílnum var lagt. Hann var búinn að standa í ein 3 ár í geymslu í Njarðvík þegar ég keypti hann fyrir fáeinum dögum síðan. Í heildina er hann í mjög góðu standi en ég er búinn að skipta um húdd og skottlok og er að leita af nýjum frambrettum ásamt því að athuga með að skipta um báðar framhurðir, þó þess þurfi ekki en ef einhver ætti 2 heilar hurðir á réttu verði myndi maður skoða það vel :)

Er á fullu þessa dagana að taka bílinn í gegn og búinn að taka einhverjar myndir..

Varðandi búnað þá er þessi bílll með topplúgu sem er rafmagns en svo handsnúnum rúðum og speglum :) Hann er með svörtu leðri sem er ótrúlega vel með farið fyrir utan smá ýfingar í bílstjórasæti, vélin er 2.3 L og rýkur í gang í hvert sinn sem maður snýr lyklinum, hann er 5 gíra beinskiptur og bara þónokkuð skemmtilegur þannig. Fyrsti bsk Benz-inn sem ég á um ævina.

Myndir af honum eins og hann var þegar ég fékk hann

[img]http://img85.imageshack.us/img85/618/mynd0067.jpg[/img]

[img]http://img707.imageshack.us/img707/5639/mynd0069.jpg[/img]

Hann er kominn með svart húdd og skottlok sem eru algjörlega óryðguð, búið er að fjarlægja krómboga aftan af bílnum og ekki arða af ryði þar undir en bílinn breyttist helling við að losna við það ógeð, ætla svo að skipta um diska, klossa og púða um helgina og hleypa lofti af kúpplingunni.

Fleiri myndir koma vonandi á morgun.


*edit*

Svona er hann orðinn ári eftir að ég fékk hann í mínar hendur... Verkefnið er óðum að skríða saman...

[img]http://carphotos.cardomain.com/ride_ima ... _large.jpg[/img]

18 mánuðum eftir að uppgerð hófst lítur hann svona út.

[img]http://carphotos2.cardomain.com/images/ ... _large.jpg[/img]
Kveðja
Seinast breytt af Björgvin þann 30 Jan 2012, 09:00, breytt 12 sinnum alls.


Björgvin Pétursson
280 SEL W126
E420 W124
230CE W123
230C W123
S320 W140
190E 2.6 W201
C36 AMG W202
C320 Brabus W203
E320 W124
230CE W124

http://www.cardomain.com/ride/3891358/1 ... nz-e-class" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Mercedes Benz 230 CE (W123) árg 1983

#2
Ef einhver veit um frontlip líkt og því sem er á þessum bíl hérna fyrir neðan má sá hinn sami senda mér pm :)

Þetta er mitt markmið svona útlitslega með bílinn... En væntanlega í hvítum lit :)

[img]http://z4.foto.rambler.ru/public/ssmoll ... go-web.jpg[/img]
Björgvin Pétursson
280 SEL W126
E420 W124
230CE W123
230C W123
S320 W140
190E 2.6 W201
C36 AMG W202
C320 Brabus W203
E320 W124
230CE W124

http://www.cardomain.com/ride/3891358/1 ... nz-e-class" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Mercedes Benz 230 CE (W123) árg 1983

#4
Björgvin skrifaði:Einn eigandi á Íslandi frá því hann var fluttur inn, hjón á Selfossi og
var hann þar á götum allt til ársins 2006 þegar bílnum var lagt. Hann var búinn að standa í ein 3 ár í geymslu í Njarðvík þegar ég keypti hann fyrir fáeinum dögum síðan.
Hmm... Samkvæmt þínum rökum er árið 2009 núna :roll:

:twisted: :twisted: :twisted:

Re: Mercedes Benz 230 CE (W123) árg 1983

#5
Þórður A. skrifaði:
Björgvin skrifaði:Einn eigandi á Íslandi frá því hann var fluttur inn, hjón á Selfossi og
var hann þar á götum allt til ársins 2006 þegar bílnum var lagt. Hann var búinn að standa í ein 3 ár í geymslu í Njarðvík þegar ég keypti hann fyrir fáeinum dögum síðan.
Hmm... Samkvæmt þínum rökum er árið 2009 núna :roll:

:twisted: :twisted: :twisted:
nei ég sagði nú bara að hann væri búinn að standa í geymslu í 3 ár í Njarðvík þegar ég keypti hann... Honum var samt lagt 2006 og hefur þá staðið annars staðar í rúmt ár :) Og þetta var ekki röksemdarfærsla haha

Vinsamlegast ekki fara í eitthvað bull í þræðinum takk fyrir

kveðja
Björgvin Pétursson
280 SEL W126
E420 W124
230CE W123
230C W123
S320 W140
190E 2.6 W201
C36 AMG W202
C320 Brabus W203
E320 W124
230CE W124

http://www.cardomain.com/ride/3891358/1 ... nz-e-class" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Mercedes Benz 230 CE (W123) árg 1983

#6
Glæsilegt, líst vel á þetta hjá þér.
Ég efast ekki um að þessi verður glæsilegur hjá þér. Allavega hafa fyrri bílar þínir fengið klössun og ekkert verið slórað við það :)
Delorean 1981_______________Swift 1992 Cabrio
[img]http://myndir.5aur.net/gallery2/d/39785-2/dmc.jpg[/img][img]http://myndir.5aur.net/gallery2/d/13305 ... Dsmall.jpg[/img][img]http://myndir.5aur.net/gallery2/d/36714 ... 3small.jpg[/img]
______________Benz 300D 1977______________
Stefán Örn Stefánsson - 869-6852 - ztebbi@simnet.is

Re: Mercedes Benz 230 CE (W123) árg 1983

#8
Benzari skrifaði:Til hamingju.

Heldur honum hvítum og hrísar hann ekki of mikið :mrgreen:
það verður ekki mikið hrís en samt eiga hvít stefnuljós á hann og 17" felgur en samt möguleikann á að breyta auðveldlega í orginal felgurnar og appelsínugulu stefnuljósin fyrir fornbíla og Stjörnu klúbbshittinga :)
Björgvin Pétursson
280 SEL W126
E420 W124
230CE W123
230C W123
S320 W140
190E 2.6 W201
C36 AMG W202
C320 Brabus W203
E320 W124
230CE W124

http://www.cardomain.com/ride/3891358/1 ... nz-e-class" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Mercedes Benz 230 CE (W123) árg 1983

#10
GUMMCO skrifaði:Kemur vel út með hvítum stefnuljósum og mono block,verst hvað er dýrt að gera þetta upp :(
Það kostar allt peninga og það er alkunn staðreynd... á hinn bóginn þá er þessi bíll mitt eina áhugamál, ég stunda ekki laxveiðar eða golf eða veiðar þannig að mínir afgangs peninga fara eingöngu í þetta áhugamál mitt og finnst mér það "money well spent" :)

Kveðja
Björgvin Pétursson
280 SEL W126
E420 W124
230CE W123
230C W123
S320 W140
190E 2.6 W201
C36 AMG W202
C320 Brabus W203
E320 W124
230CE W124

http://www.cardomain.com/ride/3891358/1 ... nz-e-class" onclick="window.open(this.href);return false;
cron