Suzuki Swift "92 cabrio

#1
Ég hélt að ég hafi verið búinn að stofna þráð um þennan bíl hér, en ég fann hann ekki svo hér er hann :wink:

Þetta er semsagt Suzuki Swift árgerð 1992 blæju, en þetta er sá eini af þeirri gerð sem fluttur hefur verið til landsins.

[img]http://myndir.5aur.net/gallery2/d/36701 ... ft+002.jpg[/img]
[img]http://myndir.5aur.net/gallery2/d/36709 ... ft+004.jpg[/img]

Ég eignaðist þennan í lok sumars 2006 og ættlaði mér bara að aka á honum í vinnu og til baka, svona "winter beater" (blæju, mjög skynsamlegt).
Mér fór fljótt að þykja vænt um þennan bíl og tímdi varla að druslast á honum svona daglega svo ég ákvað að skella honum í skúrinn og skoða í honum gólfið, það var orðið frekar hrörlegt og ljótt.
Það fór þannig að í apríl 2007 fór ég í að skipta um gólf í honum, en síðan þá hefur lítið sem ekkert gerst.

[img]http://myndir.5aur.net/gallery2/d/39294 ... 07+056.jpg[/img]
[img]http://myndir.5aur.net/gallery2/d/39299 ... 07+058.jpg[/img]
[img]http://myndir.5aur.net/gallery2/d/39338 ... fl+016.jpg[/img]
[img]http://myndir.5aur.net/gallery2/d/39347 ... fl+041.jpg[/img]

Þetta sama vor/sumar tók ég úr honum mótorinn og það sem honum fylgdi og núna allra síðustu daga hef ég verið að kroppa aðeins í hann, þrífa vélarrúmið, losa ryðgaða brotna bolta, rétta lásbitann eftir gamalt tjón og ryðbæta framhlutann, en ekki voru nema um 4 ryðgöt í framstikkinu.

Áður:
[img]http://myndir.5aur.net/gallery2/d/74928 ... fl+051.jpg[/img]
Nú:
[img]http://myndir.5aur.net/gallery2/d/74907 ... 09+017.jpg[/img]

[img]http://myndir.5aur.net/gallery2/d/74904 ... 09+016.jpg[/img]

Hlutirnir mátaðir á eftir réttingu, allt smellpassar svo óhætt er að halda áfram.

[img]http://myndir.5aur.net/gallery2/d/74916 ... 09+030.jpg[/img]

Ástæðan fyrir því að vélin og það sem henni fylgir var tekin úr er sú að kramið úr þessum hér að neðan er ættlað í hann :wink:

[img]http://myndir.5aur.net/gallery2/d/74934 ... fl+052.jpg[/img]

en þetta er semsagt GTi 16v :P

[img]http://myndir.5aur.net/gallery2/d/74938 ... 09+020.jpg[/img]

Málin hafa einhvernveigin þróast á þann veg að verkefnin í skúrnum hafa bara setið á hakanum síðasta eitt og hálfa árið en nú er vonarglæt um að eitthvað fari að mjakast áfram í þeim málum.

Planið þessa vikuna er að hreinsa burt allt ryð í framhlutanum og grunna, jafnvel mála vélarsalinn ef vel gengur. :wink:


Delorean 1981_______________Swift 1992 Cabrio
[img]http://myndir.5aur.net/gallery2/d/39785-2/dmc.jpg[/img][img]http://myndir.5aur.net/gallery2/d/13305 ... Dsmall.jpg[/img][img]http://myndir.5aur.net/gallery2/d/36714 ... 3small.jpg[/img]
______________Benz 300D 1977______________
Stefán Örn Stefánsson - 869-6852 - ztebbi@simnet.is

#4
Man vel eftir þessum bíl nýjum í salnum hjá Suzuki.Fékk hann einu sinni lánaðan smástund og rúntaði aðeins.Sá hann svo daprast með árunum.Ánægður með að þú skulir hafa eignast þennan.Verður örugglega fínn eftir uppgerð.
Sigurbjörn H.

#5
Flott vinnubrögð hjá þér, held örugglega að þetta sé gamli minn þessi svarti, eignaðist hann og seldi þegar ég var 16 ára, átti hann bara í einhverja mánuði og var náttla ekki kominn með prófið til að nota hann, enn ég lét smíða flækjur í hann og setja einhverja remus endastúta sitthvoru megin.
Ari S.

#6
Flott vinnubrögð hjá þér Ztebbi :D alveg eins og maður er vanur hjá þér ,klikkar ekki vandasemin
MERCEDEZ S 500 ÁRG 94
MERCEDES 230 E COUPE ÁRG 90 í uppgerð
RENAULT KANGOO ÁRG 2011/SVARTUR

GET ALDREI Keyrt eins og Rafynjan
ÞARF Mikið TIL!!!!!
SVONA TVO

#8
GUMMCO skrifaði:Flott vinnubrögð hjá þér Ztebbi :D alveg eins og maður er vanur hjá þér ,klikkar ekki vandasemin
:iagree:
Mætti klappa mínum bílum hvenær sem er :lol:
Benedikt Hans Rúnarsson