Aðgangur að EPC ekki lengur virkur - nýtt kerfi enn ekki tilbúið fyrir félagsmenn

#1
FYRIR FÉLAGSMENN Í MBKÍ

Daimler AG er að skipta út EPC kerfinu í nýtt og enn betra kerfi.
Að gefnu tilefni þá skal það upplýst að aðgangur að nýja kerfinu er því miður ekki orðinn virkur fyrir félagsmenn Mercedes-Benz Brand Clubs (ekki bara vandamál fyrir klúbbinn á Íslandi).
Þó nokkrir hafa haft samband við stjórn klúbbsins vegna þessa og kvartað yfir því að komast ekki inn á EPC eins og áður.
Mercedes-Benz Club Management þykir miður að ekki er enn hægt að veita félagsmönnum aðgang að nýja kerfinu. Ekki er heldur ljóst hvenær það verður mögulegt en við munum að sjálfsögðu láta félagsmenn vita þegar það verður ljóst.

Ef einhverjir meðlima klúbbsins þurfa nauðsynlega að komast inn í nýja kerfið þá er hægt að kaupa aðgang að því fyrir 50€ á ári. Hér má finna upplýsingar það:
https://service-parts.mercedes-benz.com ... ket=Europe

Beinn hlekkur í skráningarformið er hér:
https://service-parts.mercedes-benz.com ... ticated%7D


Mercedes-Benz klúbbur Íslands
Netfang: mbki @ mbclub.is
cron