benz5.jpg

Fréttaskot

  • MBKI

    Aðalfundur MBKÍ verður haldinn þann 23. nóvember 2023.

    Sjá nánar tilkynningu þ.a.l. á spjallinu (hlekkur í þessari frétt) og á

    Read More
  • mbclubis

     

    Ný stjórn MBKÍ 2023

     

     

     ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 

    Ný stjórn Mercedes-Benz klúbbs Íslands (MBKÍ) var kosinn þann 15. nóv. 2022.

    Read More
  • 2019051 MB Markenclub Islands 500

     

    Aðalfundur MBKÍ 2022 verður haldinn 15. nóvember

     

     

     ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 

    Aðalfundur Mercedes-Benz klúbbs Íslands (MBKÍ) verður haldinn þann 15.

    Read More
  • 8a79e002e2bf34e240e7702e

    Ný stjórn MBKÍ 2019-2020

    Upplýsingar um nýja stjórn og fundargerð aðalfundar má finna í hér.

     

     

    Á aðalfundi klúbbsins

    Read More
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8

Innskráning með samfélagsmiðli

Mercedes-Benz W186, W188 og W189 árgerðir 1954-60

 
 

300 árgerð 1951.

 

Mælaborð í 300 bílunum var einstaklega glæsilegt.

 

300Sc Roadster árgerð 1955.

 

Íslenski ráðherrabíllinn.

 

300d að innan.

 

300c árgerð 1955.

 

300S Coupé.

 

 

 

300 bíllinn var fyrst kynntur á bílasýningu í Frankfurt 1951. Honum var ætlað að koma í stað framúrskarandi lúxusbíla fyrirstríðsáranna sem að höfðu gert nafn Mercedes-Benz að heiti fyrir virðuleg og framúrskarandi ökutæki. Greinilegt var af viðtökunum að dæma að slíkan bíl vantaði í flóru Mercedes-Benz því mestu sölutölur þessa bíls voru  fyrsta árið sem þeir voru formlega seldir eða árið 1952.

 

 

300 bíllinn hafði nokkuð sérstakt byggingarlag á burðarvirki einskonar samblöndu af grind og sjálfstæðu burðarvirki. Grindin í bílnum var X laga með örmum út í sílsa bílsins rétt eins og minni bílar Mercedes-Benz á þessum árum eins og 170S. Að framan var þó hluti af burð ökutækisins fluttur upp í grindarstubba ásoðna boddy bílsins og myndað einskonar krumpusvæði til að mýkja högg í ákeyrslu. Hugmyndin um Ponton burðarvirkið var að fæðast þrátt fyrir að grindin hafi ekki horfið úr bílum Mercedes-Benz fyrr en 180 og 220 bílarnir komu til sögunnar 1953 (W120 og W180).

 

 

Af þessum sökum hefur 300 bíllinn oft vera sagður tilheyra Ponton fjölskyldunni en ekki eru allir á eitt sáttir með það. Yfirleitt er ekki fjallað um þennan bíl þar sem verið er að fjalla um Ponton bíla. 300 bíllinn er jú miklu stærri en hinir eiginlegu Ponton bílar og engin blankramannabeygla. Það var ekki mikið framleitt af þessum íburðamikla og dýra bíl þegar á heildina er litið, eða aðeins 12.190 eintök af öllum gerðum.  Við viljum samt halda því fram að 300 bíllinn sé í raun fyrsti Pontoninn þó svo að hann sé óneitanlega dálítið ólíkur litlu bræðrum sínum

 

 

Víkur nú sögunni af slorkaupmönnunum í Norðurhafi sem haldið var í helgreypum haftastefnu skömmtunar og klíkukaupmennsku. Að því er við komust næst eignaðist þessi þjóð a.m.k þrjá svona bíla. Tveir þeirra voru svartir og voru keyptir af Ríkissjóði árið 1955 fyrir tvö ráðuneyti. Sá þriðji var ári eldri, rauður að lit og var í eigu útgerðamanns í Hafnafirði. Einn af þessum bílum er til ennþá og bíður þess nú að vera gerður upp af núverandi eiganda. Er þar á ferð annar af ráðherrabílunum og talið líklegar að það sé bíll Menntamálaráðuneytisins. Þessir bílar voru allir af gerðinni 300b árgerð 1954 og 1955.

(Nánar á ljósmyndavef  í 300 kaflanum)

 

 

300 bíllinn var eins og áður sagði mjög dýr og ekki hannaður fyrir neinar blankar buddur en menn gátu fengið rúmlega tvo180 Ponton bíla (w120) fyrir verðið á stöðluðum 300 án alls aukabúnaðar árið 1954. Meginástæðan var jú að sjálfsögðu sú að hér var á ferðinni hágæða og framúrskarandi lúxusbíll ætlaður þeim sem vildu stóran og vandaðan bíl burtséð frá því þó að hann kostaði svolítið af aurum.

 

 

Eins og svo oft voru til margar mismunandi útgáfur af 300 bílnum og nokkuð víst að ekki var mikið til af tveim bílum eins af þessari gerð Mercedes-Benz bíla. Bílarnir voru fáir smíðaðir og útfærslurnar margar. Þeir voru allir handsmíðaðir eftir óskum kaupanda sem allar voru misjafnar og nokkuð var um algerar sérútgáfur eins og t.d. sérsmíðaðan bíl fyrir Páfagarð svo dæmi séu tekin. Við látum myndirnar hér algerlega tala sínu máli.

W 186 bílarnir eru:

300 og 300b, Sedan

árgerðir 1951 til 1955

300 og 300b Coupé og Convertible

árgerðir 1951 til 1955

300c, Sedan

árgerðir 1955 til 1957

300c, Coupé og Convertible

árgerðir 1955 og 1956

 

 

 

W 188 bílarnir eru:

 

300S, Coupe, Convertible og Roadster

árgerðir 1951 til 1955

300Sc, Coupe, Convertible og Roadster

árgerðir 1955 til 1958

 

W 189 bílarnir eru:

 

300d, Sedan

árgerðir 1957 til 1962

300d, Convertible Sedan

árgerðir 1958 til 1962

Greinarhöfundur: Rúnar Sigurjónsson

 

Ljósmyndasafn 300