W124 E220

#1
Um er að ræða 1994 árgerð af E220 keyrðan 299.xxx
Keypti þennan bíl af manni hér á spjallinu í ágúst 2012
photo-4_sm.jpg
photo-5_sm.jpg
IMG_0212_sm.jpg
Ætlaði víst að setja inn data card, en EPC virkar hvorki í nýju né gömlu tölvunni.
En það er nú ekki mjög mikið af aukabúnaði í bílnum.

Það sem ég hef gert fyrir bílinn síðan ég keypti hann seinnipartin 2012 er :

Stólpúðar að aftan
Olía og sía á skiptingu
Olía og sía á vél
Loftsía
Smurolíuþrýstingsskynjari
Allt nýtt í bremsum að aftan
Ný tímakeðja, sleðar og strekkjari
Ventlalokspakkning
Kerti
Láskjarni í sviss
Air flow sensor
Kælivatn og frostlög x2
Toppur sprautaður og ný framrúða
Afturdemparar
Hurðastrekkjarar að framan
Rafgeymir
Stöðvaði leka frá drifinu
Drifskaftspúðar fremri og aftari, lega og upphengja
Liðkaði upp og smurði rúðuupphalarar sem voru orðnir slappir
Plastið sem var horfið í framstúðaranum


Bíllinn átti til að leka þegar rigning var úti eða snjór og safnaðist saman í honum, var nokkrum sinnum fundið ný og ný göt og endaði svo að sprauta toppinn og gera við ryð sem var á dyrastafnum og hefur ekki vatn sést síðan.
Það sem ég á eftir að gera við bílinn er að klára sprauta hann þegar ég kemst aftur til vinnu,
setja afturgardínuna í hann sem ég á til,
Skipta um loftnet,
Finna út af hverju viðvörunarljós fyrir ASD'ið kviknar alltaf þegar ég fer 70 km/h +,
Laga sætishitarana sem að hættu að virka einn daginn og hafa valdið mér löngum hugarveltunum,

Og örugglega eitthvað sem ég man ekki eftir.

Planið er að fara í eurotour til þýskalands og Póllands í vor og kaupa aðrar felgur og láta leðra sætin og hurðaspjöldin, þar sem mér finnst þetta ekki alveg vera gera sig.

Myndirnar eru frá fyrri eiganda þar sem ég á ekki myndavél en reyni að taka aðrar á næstunni.

Bíllinn stendur núna inni á lyftu þar sem ég er að klára að fínpússa hann eftir keðjuskipti og fleira dútl.
Hef reynt að gera allt sjálfur fyrir bílinn en hefur komið fyrir að ég þurfi að senda hann til doktorsins sem sér alltaf vel um hann :D

Reyni svo að bæta við þetta hægt og hægt, og vonandi kemst ég á samkomu einn daginn sem hafa einvernmegin alltaf verið þegar ég er fjarverandi :)

mbk. Pascal


Mercedes Benz - E220

Pascal Pálsson
6945074

Re: W124 E220

#3
DSC_0115.JPG
DSC_0114.JPG
DSC_0112.JPG
DSC_0111.JPG
Jæja, kíkti loksins á bílinn í dag eftir að hafa verið latur!
Ætlaði mér að skipta um skynjarann sem gengur að drifinu og gekk það eitthvað bröskulega og endaði á því að hann brotnaði inní og næ því ekki úr :x
Hef þó allavega eitthvað að gera næstu daga, en er eitthvað trix að því að taka hann úr ?

Svo þarf maður bara að fara þrífa og bóna og drífa með bílinn í skoðun og jafnvel að lækka hann ögn :D
Mercedes Benz - E220

Pascal Pálsson
6945074

Re: W124 E220

#4
Hmm ekki er nú mikið líf í þessari síðu, en mér leiðist svo ég bæti nú einhverju hérna inn.

Síðan síðast hefur nú eitthvað gerst með bílinn og það leiðinlegasta er að konan bakkaði nú á staur meðan ég var í burtu.
10510408_10152169933146752_2137753719_n.jpg
En ekki var nú mikið annað hægt að gera en að láta laga það, svo ég senti bílinn í sprautun og fékk nýjan afturstuðara, ekkert nema afturbrettin sprautuð og löguð.
10524406_10152201034836752_229354436_n.jpg
Einnig löguðu þeir ryðið sem var farið að myndast við lásinn og skynjarann og loftnetið.
10521336_10152201211391752_2128880026_n.jpg
Svo hefur nú lítið gerst annað en að bensíndælan dó og lét ég draga bílinn í viðgerð og svo eru alltaf einhver smáatriði sem maður er að dúttla sér að.
Mercedes Benz - E220

Pascal Pálsson
6945074

Re: W124 E220

#7
Benni skrifaði:Er með svona beyglu hjá mér... kostaði það nokkuð "handlegg og fótlegg upp að hné" :lol: að láta laga þetta?
Neei ekki svo slæmt, minnir að þetta hafi endað í 150 kalli með nýjun stuðara.
En í því var að gera við ryð sem var farið að myndast kringum lásinn, IR skynjarann og við loftnetið.
En ég svosem kvartaði ekki :D
Hefði hvort eð er farið í þetta fyrr eða seinna
Mercedes Benz - E220

Pascal Pálsson
6945074

Re: W124 E220

#9
Jæja, þar sem mér leiðist og næ ekki að sofna í fríinu skelli ég inn smá mynd síðan í sumar þegar bíllinn datt í 300.000 km.
Náði nú sjálfur ekki að vera á bílnum þar sem ég var staddur erlendis, en systir mín náði að captura momentið fyrir mig :)
300000.jpg
Mercedes Benz - E220

Pascal Pálsson
6945074
cron