Re: Keiluspilarar

#2
Keilumót Kíkt í skúrinn í Keiluhöllinni Egilshöll 1. september kl. 19:00.


4 manna lið frá hverjum klúbb spila fyrir sinn klúbb og um leið hvetur hver klúbbur sína meðlimi til að koma á staðinn, hvetja sína menn og hitta aðra.
Skrá þarf liðin fyrirfram í síma 5115300. Skráningu þarf að vera lokið fyrir kl. 14:00 og gefa upp nafnalista fyrir hvern klúbb á keppnisdeginum (ekki er hægt að gefa hann upp á keppniskvöldi).

Stigahæsti klúbburinn fær bikar til eignar frá Kíkt í skúrinn.

Kíkt í skúrinn verður á staðnum og mun kynna seríu 2 sem verður sýnd fram að áramótum.
Þetta kvöld verður auðvitað myndað af Kíkt í skúrinn og verður sýnt frá kvöldinu í þættinum, stemningin mynduð og rætt við menn á staðnum.

Ekki er farið fram á að meðlimir klúbbanna komi á glæsibílum eða hjólum sínum frekar en þeir vilja en það væri glæsilegt að sjá þetta stóra bílaplan fullt af bílum og hjólum.

Ekki eru fríar veitingar, hver og einn sér um sig sjálfur og greiðir fyrir það.

Keiluhöllin verður með tilboð af matseðli sem og gosi, kaffi og almennum drykkjum.
Jón Ketilsson S. 8662773

Að eiga Benz eru trúarbrögð.

Re: Keiluspilarar

#5
Sölustjóri MB fólksbíla hjá Öskju, Ásgrímur Helgi, er formaður keilusambandsins síðast þegar ég vissi. Spurning um að leita til hans næst ? :wink:
Jón Birgir Valsson
GSM:6990019
cron