Re: Hringferð um landið í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins

#22
Fleiri myndir komnar

Akureyri - Bíladagar
Bílasýningin í Boganum


Það skal tekið fram að myndirnar eru teknar á snjallsíma og þar sem lýsingin í húsinu er hönnuð fyrir íþróttanotkun þá hefur hún reynst venjulegum myndavélum erfið :oops:

Bílarnir komnir á sinn stað, styttist í opnun Það er nú meira sýnt þarna en Mercedes-Benz :mrgreen: Hér er afsprengi fyrrum starfsmanns Mercedes-Benz Sýning opnuð og gestirnir mættir að skoða gripina :D
-----------------------------------------------------
Stjórn Mercedes-Benz klúbbs Íslands
Netfang: mbki @ mbclub.is

Re: Hringferð um landið í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins

#24
Ferðalagið heldur áfram í bongóblíðu á Norðurlandi 8)

Akureyri áður en lagt er að stað að Ystafelli :wink: Kíkt á Bi-Turbo græjuna hjá Ásgeiri Ystafell
Allir sem eiga leið um verða að kíkja á safnið :tumbsup2: Af þessum myndum að dæma þá má sjá hvað "litli bróðir" - A-Class - er orðinn stór :D Og fyrir áhugasama þá má geta þess að A-Class er algjör draumur í þessari ferð :Driverauto: :tumbsup:

Myndir frá safninu - það er auðvitað meira en bara Mercedes-Benz að sjá þar :wink:
Myndgæðin ekki alveg þau bestu en verða að duga á meðan ferðalaginu stendur. Fleiri og skýrari myndir munu birtast þegar menn eru komnir til baka. Tveri góðir saman, Garðar formaður MBKÍ að spjalla við Sverri Ingólfsson á Ystafelli. Nánari upplýsingar um Samgönguminjasafnið að Ystafelli er að finna á heimasíðu þeirra:
http://www.ystafell.is" onclick="window.open(this.href);return false;
Þá er ágætt viðtal við Sverri á vef Viðskiptablaðsins:
http://www.vb.is/eftirvinnu/77454/" onclick="window.open(this.href);return false;

Búið að bæta "Mercedes-Benz Accessories" við safnið :mercedes: :tumbsup2:

Hópurinn búinn að skoða safnið og er að leggja af stað til Egilsstaða. MBKÍ þakkar Sverri og Samgönguminjasafninu að Ystafelli kærlega fyrir höfðinglegar móttökur :clapping:
Sverrir er hafsjór af fróðleik um bíla og á Ystafell er ákaflega gaman og fróðlegt að koma :tumbsup:
-----------------------------------------------------
Stjórn Mercedes-Benz klúbbs Íslands
Netfang: mbki @ mbclub.is

Re: Hringferð um landið í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins

#27
Ég og vinur minn Rabbi kíktum með í för frá Akureyri og yfir á Ystafell. Ekki vorum við á bíl með stjörnu, en stjörnum prýddur bíll engu að síður (glittir í 2 dyra Malibu á þessari mynd).
Gaman að hitta ykkur og fá að fljóta með, góða ferð :tumbsup2:
Delorean 1981_______________Swift 1992 Cabrio
[img]http://myndir.5aur.net/gallery2/d/39785-2/dmc.jpg[/img][img]http://myndir.5aur.net/gallery2/d/13305 ... Dsmall.jpg[/img][img]http://myndir.5aur.net/gallery2/d/36714 ... 3small.jpg[/img]
______________Benz 300D 1977______________
Stefán Örn Stefánsson - 869-6852 - ztebbi@simnet.is

Re: Hringferð um landið í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins

#29
Jæja, þá eru nokkrar myndir sem teknar voru á leiðinni að Höfn í Hornafirði :Driverauto:

In Island gibt es keine Autobahnen... Þess má geta að A-Class eyddi aðeins 4,5l á hundraði í dag, með farþega og farangur, á leiðinni frá Egilsstöðum að Höfn.
Er að koma ROSALEGA vel út og er með besta Cruise Control sem bílstjórinn hefur prófað (og hann hefur prófað MARGA bíla :wink: ). Ekki hissa á því að bíllinn fékk nafnbótina Bíll ársins 2013 :!: :tumbsup2:

Djúpivogur
Veðrið leikur við ferðalangana 8) Á morgun verður haldið af stað til Skóga. Meira um það síðar 8)
-----------------------------------------------------
Stjórn Mercedes-Benz klúbbs Íslands
Netfang: mbki @ mbclub.is

Re: Hringferð um landið í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins

#30
Lokadagur hringferðarinnar hafinn.

Hér er dagskrá dagsins:
20. júní
- Lagt af stað frá N1 á Höfn í Hornafirði kl. 10:00 og stoppað í Skaftafelli um kl. 11:30
- Lagt af stað kl. 12:30 áleiðist til Skóga og komið við í Byggða- og samgöngusafninu að Skógum um kl. 14:30 og dagskrá lýkur þar


Við Steinavötn A-Class myndast vel í íslenskri nátturu - alveg eins og "bróðirinn" CLS 8)
Jökulsárlón
Erlendir ferðamenn í miklum meirihluta
-----------------------------------------------------
Stjórn Mercedes-Benz klúbbs Íslands
Netfang: mbki @ mbclub.is
cron