Re: Hringferð um landið í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins

#14
Fór í morgun og fylgdi klúbbnum úr hlaði í hringferðina. Þar sem ég hafði ekki komið á safn Fornbílafjelags Borgarfjarðar og ætlunin var að fara þangað, þá ákvað ég að skella mér með til Borganess og kíkja á bílasafnið.

Hér eru nokkrir bílar sem voru mættir fyrir utan Öskju í morgun;

230CE 1991 280SE 1984 300TD 1989 230.6 1975 300SL 1991 Og þessi nýi A Benz var fenginn að láni hjá Öskju til hringferðarinnar Framkvæmdastjóri Öskju afhendi formanni viðurkenningu í tilefni 10 ára afmælisins. Þoka hafði verið í bænum en henni létti fljótlega, hér eru bílarnir komnir undir Hafnarfjall. Þessi glæsilegi w126 var á planinu fyrir utan safnið í Borgarnesi, ný sprautaður og glansandi. Nokkrir Benzar samankomnir. Þröstur mættur á skrifstofu og bjórkæli ferðarinnar. Gamall Benz slökkviliðsbíll sem stendur fyrir utan safnið.

Tveir Benzar eru svo á safninu sjálfu Annars er mikið af athyglisverðum bílnum þarna og sérstaklega eftirtektarvert að þarna eru ekki USA bílar í meirihluta eins og vanalega, heldur reyndar í töluverðum minnihluta :wink: Þessi klessti 300D W123 var svo fyrir aftan safnið.
Sveinn Þorsteinsson
GSM: 899-5277

Mercedes-Benz 190Dc, 1964, R-222
Mercedes-Benz 300SEL 6.3, 1967, R-22
Mercedes-Benz 300GE, 1990
Mercedes-Benz 300SL, 1990

[img]https://zveinn.updog.co/R22/banner33.jpg[/img]

Re: Hringferð um landið í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins

#18
viktorE300 skrifaði:er plönuð samkoma a akureyri eða?
Ferðalangar eru á Akureyri í dag og verða þar á morgun. Dagskráin gerir ráð fyrir að við njótum "Bíladaga á Akureyri", en gaman væri að hitta heimamenn og taka einn Benz rúnt. Eins er með í för splunkunýr A-Class frá Öskju sem gaman væri að geta sýnt ykkur.

Segðu okkur hvar og hvenær við eigum að hittast og við mætum hressir :)
Garðar Lárusson
s. 892-0084

500SE 1989
280E 1980
290GD TDI 1987
280GE 1987
cron