Tók úr aftursætið í gær, var að máta cover sem ég er að hugsa um að nota í vetur (ekki fallegt en ver sætin ). Rak þá augun í eitthvað box sem fékk mig til að hugsa um hvort þarna væri kominn hávaðaseggurinn sem heyrist alltaf í þegar bíllinn er í gangi. Hélt að það væri bensíndælan.... en viti menn, þegar ég startaði bílnum þá kom hljóðið úr boxinu og hætti ekki fyrr en ég slökkti á bílnum. Dóttir mín hefur "setið ofan á" þessu boxi og spyr mig reglulega af hverju þessi hávaði sé í bílnum
Er þetta einhver dæla fyrir central-læsinguna? Reynd að Googla þetta og fékk upp að þetta gæti verið "Electric door lock vacuum pump´"
Sé að hún er í einangrunarhulsu en það var ekki svona hávaði í öllum hinum þremur W124 bílunum sem ég átti
Hefði auðvitað átt að athuga þetta í varahlutabílnum á meðan ég átti hann, central læsingarnar virkuðu þar
En ég var búinn að skrifa þetta á bensíndæluna
Hér er gripurinn, léleg mynd en e.t.v. segir þetta eitthvað.
Hvað ætli sé að ef það er svona helv... mikill hávaði í þessu? N.b. central læsingin virkar alltaf en er reyndar búinn að taka öryggið úr sambandi vegna "rafmagnsleka" sem ég á eftir að staðsetja
Það skiptir engu máli þó svo að central læsingin virki ekki, það er alltaf bölv... hávaði í þessum grip
Re: W124 hvaða box er þetta undir aftursætinu hægra megin?
#2Þetta er samlæsingardælan
Rúnar Sigurjónsson
Herr Doktor
http://www.doktorinn.is" onclick="window.open(this.href);return false;
s. 552-5757
Þeir gagnrína ávallt Benzann mest, þeir sem hafa ekki efni á að eiga hann...
Herr Doktor
http://www.doktorinn.is" onclick="window.open(this.href);return false;
s. 552-5757
Þeir gagnrína ávallt Benzann mest, þeir sem hafa ekki efni á að eiga hann...
Re: W124 hvaða box er þetta undir aftursætinu hægra megin?
#3Dettur mönnum nokkuð í hug af hverju hún er svona helv hávær, "alltaf í gangi" ??
Benedikt Hans Rúnarsson
Re: W124 hvaða box er þetta undir aftursætinu hægra megin?
#4Gæti verið að hún sé biluð? Svo getur líka verið farinn loftpungur, kútur eða slanga þannig að það nær aldrei að virka.
Mjög oft lokinn fyrir bensinlokið. Þá er hægt að taka hann úr sambandi og blinda. Gert innan úr skotti.
Ég held ég sé með svona dælu (auka) í skottinu hjá mér.
En það eru víst nokkrar gerðir til.
Mjög oft lokinn fyrir bensinlokið. Þá er hægt að taka hann úr sambandi og blinda. Gert innan úr skotti.
Ég held ég sé með svona dælu (auka) í skottinu hjá mér.
En það eru víst nokkrar gerðir til.
Jón Ketilsson S. 8662773
Að eiga Benz eru trúarbrögð.
Að eiga Benz eru trúarbrögð.
Re: W124 hvaða box er þetta undir aftursætinu hægra megin?
#5Samlæsingarnar virkuðu, a.m.k. fyrir hurðir og skott en ég tók öryggið úr þar sem það er e-ð að sprengja öryggi og annarsstaðar "lekur" rafmagnið og tæmir þá geyminn. Er í lagi að keyra'nn svona, læsi bara "manualt" og þarf ekki ljós í mælaborðinu eða tökkunum á daginn
Viðvörunarljós virka auðvitað sem og önnur öryggistæki
Þarf að athuga þetta með bensínlokið, þ.e. hvort læsingin þar sé biluð og það sé ástæðan fyrir því að dælan er alltaf í gangi
Takk fyrir ábendinguna
Viðvörunarljós virka auðvitað sem og önnur öryggistæki
Þarf að athuga þetta með bensínlokið, þ.e. hvort læsingin þar sé biluð og það sé ástæðan fyrir því að dælan er alltaf í gangi
Takk fyrir ábendinguna
Benedikt Hans Rúnarsson
Re: W124 hvaða box er þetta undir aftursætinu hægra megin?
#6Man eftir því þegar samlæsingardæla fór í mínum. Hún gekk stöðugt og það var byrjað að koma reykur og mikil rafmagnslykt. Ef það er hávaði í henni mæli ég hiklaust með að taka hana úr sambandi. Man að þegar hún fór (að mig minnir í kringum 2003) þá kostaði hún um 50 þúsund kall í umboðinu.
Á þessum tímapunkti ákvað ég að fara að fá mér vinnu þarna niðrá Skúlagötu svo ég fengi þessa hluti ódýrara
Á þessum tímapunkti ákvað ég að fara að fá mér vinnu þarna niðrá Skúlagötu svo ég fengi þessa hluti ódýrara
Andri Hrafn
---
Mercedes Benz E220 W124 1995
Subaru Forrester 2005,
Yamaha WR 450 F 2004
---
Mercedes Benz E220 W124 1995
Subaru Forrester 2005,
Yamaha WR 450 F 2004