Hökt við 1/4 bensíntank.

#1
Góðan daginn!

Ég á við eilítið vandamál að stríða með '94 W124 E220 Benz.

Það lýsir sér þannig að alltaf þegar bensíntankurinn sýnir 1/4 eftir, þá byrjar vélin á stöðugu hökti eins og hann sé að fara að drepa á sér og missir nær allann kraft. Ef ég stoppa á ljósum þá drepur hann yfirleitt á sér við þessar aðstæður og erfitt er að halda honum í gangi og kveikja á honum aftur.

Vélin keyrir fínt annars og sýnir engin merki um þetta þegar meira er í tankinum (fyrir utan eitt stakt hökt af og til sem finnst bara í lausagangi).

Er einhver sem hefur minnstu hugmynd um hvað þetta gæti verið ?

Mbk,
Höddi B.


Re: Hökt við 1/4 bensíntank.

#2
Prófaðu að taka af honum bensínlokið þegar hann gerir þetta. Ef hann lagast að þá er öndunin á tanknum ekki í lagi. Ef hann lagast ekki er mögulegt að það þurfi að skoða bensíndælu og síu, eða mæla bensínþrýstinginn til að kanna ástand á því.
Rúnar Sigurjónsson
Herr Doktor
http://www.doktorinn.is" onclick="window.open(this.href);return false;
s. 552-5757

Þeir gagnrína ávallt Benzann mest, þeir sem hafa ekki efni á að eiga hann... ;)

Re: Hökt við 1/4 bensíntank.

#3
Mercedes-Benz skrifaði:Prófaðu að taka af honum bensínlokið þegar hann gerir þetta. Ef hann lagast að þá er öndunin á tanknum ekki í lagi. Ef hann lagast ekki er mögulegt að það þurfi að skoða bensíndælu og síu, eða mæla bensínþrýstinginn til að kanna ástand á því.
Takk kærlega. Ég ætla að athuga þetta. Læt vita hvernig gengur :)