Reglur um birtingu efnis um bíla spjallverja

#1
Þessi dálkur er fyrir þá gesti spjallsins sem langar að sýna öðrum á spjallinu myndir af ökutækjum í þeirra eigu og kannski láta einhvern texta fylgja með. Hér geta þeir einnig bætt inn nýjum myndum og sýnt t.d. breytingar og endurbætur sem þeir hafa gert.

Aðrir á spjallinu geta komið með athugasemdir á “jákvæðu” nótunum, en þeir eru jafnfram beðnir að hafa annarskonar athugasemdir fyrir sjálfa sig. Hér skiptir það engu máli þó viðkomandi telji sig t.d. vera að halda fram einhverri staðreynd um ökutækið (t.d. lélegt ástand, fyrri meðferð eða tjón o.s.frv.). Persónulegar skoðanir um að eitthvað sé ljótt eða viðkomandi ekki að skapi (t.d. litur, aukahlutir, felgur o.s.frv.) eiga heldur ekki heima hér.

Einnig eru þeir sem koma með athugasemdir um bíla hjá öðrum beðnir að halda sig við efnið og snúa ekki umræðunni upp í eitthvað annað (off topic).

Vefstjórn áskilur sér rétt á því að fjarlægja innlegg í þessum dálki sem ekki eru í samræmi við það sem sagt er hér að ofan.


Mercedes Benz 280 SE w108 V8 3.5 árg 1972 R-71

Jaguar XJS 3.6 árg.1989 GMG

BMW 735i e32 árg. 1989

Gunnar Már Gunnarsson ( GMG )
GSM 690-2222http://www.cardomain.com/id/GMG_ICELAND

Re: Reglur !!!!

#3
Heiti þráðarins hefur verið í samræmi við ofangreindar reglur fyrir þráðinn.
Öllum skráðum meðlimum stjarna.is/spjall er heimilt að birta upplýsingar um bílana sína hérna.

Vinsamlegast haldið efninu "on-topic".
Benedikt Hans Rúnarsson
GSM 858 6313
cron