AMG ! e55k

#1
jæja þarf ekki að fara að rífa þessa síðu upp aftur !

fór á bílasölu rúnt í desember síðastliðnum.... rakst á w211 e55 amg sem stóð á planinu hjá einni sölunni og fékk hugdettu og ákvaðað að prófa að bjóða e500 bílinn minn og gsxr racerinn minn uppí og endaði það á að ég eignaðist þessa græju!

þetta eru helvíti skemmtilegir bílar og þessi virkar skemmtilega, eina sem búið er að gera við hann er að það er komið í hann eurocharged 98 okt mapp sem á að skila honum rétt yfir 500 hp og helling í tog.

fyrsta myndin síðan ég fékk hann. svo fór einkanúmerið á. helvíti fínt að hafa e55k amg w211 og ml500 w163 en svo lenti ég í því leiðinda veseni að það keyrði stelpa fyrir mig á leið til vinnu og varð smá klessa úr því...
en bíllinn var kominn á verkstæði daginn eftir og búið að panta allt í hann og verður tilbúinn í febrúar.

svo var fyrri eigandi búinn að kaupa ýmislegt dót í hann sem ég svo kaupi af honum og fer það í fyrir sumarið.

inní þeim pakka eru :

kleeman long tube flækjur.
stærri vatnskældur intercooler.
öflugri vatnsdæla fyrir hringrásina í gegnum intercoolerinn.
annað pulley á sveifarásinn fyrir superchargerinn svo hann á að blása uppað 14.5 psi.

svo er planið að fá mr.x til að mappa hann þegar þetta er allt komið í og draumurinn að mæta uppá mílu og reyna við lágar 11 í sumar.
svo fara 19" iforged 3peace felgurnar undir hann sem voru undir e500 :tumbsup:

það verður samt alltaf söknuður í gamla e500 ég eyddi hellings tíma og peningum í að gera hann eins og ég vildi hafa hann en mér langaði í meira en 307 hp :mrgreen:Þorvaldur Björn Matthíasson

Mercedes Benz E55 kompressor 05 ÞBM
cron