W124 230E 1992 - NM-050

#1
Ath. 1/10/2015
Þessi bíll er ekki langur í minni eigu.

2013-09-30 13.41.25.jpg
Var alveg búinn að gleyma að setja inn upplýsingar um Benzann minn hér á spjallið :oops:
En maður aftur loksins kominn á Benz, nánar tiltekið fjórði "E-Class" bíllinn minn og sá þriðji af W124 gerðinni enda er 124 línan í miklu uppáhaldi hjá mér 8)

Keypti þennan í haust og helsta ástæðan fyrir kaupunum var hvað "boddýið" er í gott þrátt fyrir að vera orðið 21 árs gamalt þegar ég prófaði hann. Bíllinn er enn ótrúlega þéttur í akstri þótt augljóslega þyrfti að gera eitthvað fyrir gripinn. Það virtist þó vera frekar minni háttar við kaupin en reyndin er sú að það þarf að gera MUN meira fyrir bílinn en ég hélt :roll:
Það kemur mér svo sem ekkert á óvart því að ég hef ávallt lent í einhverju böggi með alla bíla sem ég hef keypt.... :shock:

Hér fyrir neðan eru myndir af gripnum sem ég tók sl. haust. Þarf augljóslega að bæta mig í myndatökunni....
Seinast breytt af Benni þann 12 Okt 2015, 23:50, breytt 1 sinni alls.


Benedikt Hans Rúnarsson
GSM 858 6313
Viðhengi
2013-09-30 13.41.39.jpg
2013-09-30 13.41.54.jpg
2013-09-30 13.41.33.jpg

Re: W124 230E 1992 - NM-050

#2
Hér er mynd af bílnum á vetrardekkjunum sem ég fékk á fínu verði af einum spjallverja hérna sem er að parta bílinn sinn. Felgurnar ekki að gera sig en dekkin eru helv... góð.
Gæti ekki verið meira sama um felgurnar á meðan þær eru í fínu lagi og ég kemst klakklaust frá A til B :lol:
Benedikt Hans Rúnarsson
GSM 858 6313
Viðhengi
2013-10-08 13.26.59.jpg

Re: W124 230E 1992 - NM-050

#5
valdi skrifaði:flottur hjá þér til hamingju með hann :)

hvað er svona helst sem þarf að laga við hann ?
Takk fyrir það.

Það er ýmislegt en það sem var að "banka á dyrnar" er að ég þarf að skipta um heddpakkningu :evil:
Einnig þarf að skipta um mótorpúðana, búinn að skipta um sjálfskiptingarpúðann en það var ekki "vandamálið" sem átti að hrjá bílinn.
Þá er rúðupissdælan (eða dælurnar) líklega ónýt(ar), slær út öryggi...
Eitthvað rafmagnsvesen hrjáir hann líka því að ljósin í mælaborðinu slá alltaf út og taka um leið annað ökuljósið að aftan....
Benedikt Hans Rúnarsson
GSM 858 6313

Re: W124 230E 1992 - NM-050

#8
Þrátt fyrir dittinn og dattinn sem þarf að gera fyrir þennan, þá er þetta samt sem áður mjög gott eintak. Kemur á óvart hvað hann er heill m.v. aldur. Þetta er bíll sem ætti að vera nokkuð auðvelt að halda í góðu formi fram á fornbílaaldur. :wink:
Jón Birgir Valsson
GSM:6990019

Re: W124 230E 1992 - NM-050

#9
leitt að heyra með heddpakkningarvandann, en vonandi finnst þér það þess virði að laga hann, allavega miðað við myndirnar lítur hann vel út og vel þessvirði hehe :)
Þorvaldur Björn Matthíasson

Mercedes Benz E55 kompressor 05 ÞBM
cron