Mercedes Benz 280 SEL W126 01.01.1983

#1
Þá er kominn tími á smá þráð um draumabílinn minn sem ég hef þráð í mörg ár að eignast og er loksins kominn á hann þó ég sé búinn að gera 2 heiðarlegar tilraunir til að selja hann, þá guggna ég alltaf á síðustu stundu því sama hvað marga bíla ég prófa þá slær enginn W126 við í þægindum og akstursánægju þó að hann sé orðinn 30 ára gamall....

Ég er búinn að vera að gera heilmikið fyrir hann, skipti um spindla, bremsudiska, bremsuklossa, stýrisenda, bremsurör útí bæði afturhjól og undir miðjan bíl og svo bensínrörin ásamt smurningu sem hafði greinilega ekki verið framkvæmd í nokkur ár því það kom nánast bara tjara neðan úr bílnum, svo var hann stilltur aftur þar sem gangurinn var nokkuð hraður og svo er hjólastilling í næstu viku þegar ég er búinn að fara með hann í endurskoðun :)

Svo er ég búinn að panta viðgerðarsett fyrir bæði afturbrettin hjá Doktornum og þarf að drífa mig í að sækja þau.

Er búinn að finna bæði frambrettin, orginal og svo til óryðguð og svo báðar framhurðarnar óryðgaðar...

Þá vantar mig bara afturhurðarnar....

Þetta er semsagt W126 280 SEL skráður þann 01.janúar árið 1983, verður semsagt 31 árs núna þann 1 janúar næstkomandi, ber alls ekki aldurinn með sér, þó að það þurfi að laga eitt og annað

Hann er kominn núna með 2015 skoðun, meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem voru teknar í sumar þegar molinn var bónaður og blettaður, það þarf svo að heilsprauta hann við fyrsta tækifæri en aðalatriðið núna er að stöðva frekari ryðmyndun :)

Svo er ég að leita af oldschool W126 felgum undir hann, Rial, BBS, AMG eða sambærilegt :)


Meira síðar :)


Björgvin Pétursson
280 SEL W126
E420 W124
230CE W123
230C W123
S320 W140
190E 2.6 W201
C36 AMG W202
C320 Brabus W203
E320 W124
230CE W124

http://www.cardomain.com/ride/3891358/1 ... nz-e-class" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Mercedes Benz 280 SEL W126 01.01.1983

#4
Takk fyrir fögur orð :) Búinn að selja undan honum Monoblock felgurnar er kominn aftur á eins felgur og ég keypti hann á, ásamt því að ég fékk undir hann 16" gang, hann hefur reyndar lítið farið í vetrarfærðinni, því hann byrjaði að spóla daginn sem fyrsta snjóveðurspáin kom :)

Búinn að smella öllum hliðarplöstum á hann aftur meðan beðið er eftir viðgerð á afturbrettunum... Starta honum nú alltaf á 3-4 daga fresti og hann að sjálfsögðu rýkur í gang við fyrsta hanagal :)

Annars lítið að frétta, kem með nýjar myndir þegar veðrið batnar.... semsagt næsta vor :)

kveðja og gleðileg jól til allra Benz manna og kvenna :)
Björgvin Pétursson
280 SEL W126
E420 W124
230CE W123
230C W123
S320 W140
190E 2.6 W201
C36 AMG W202
C320 Brabus W203
E320 W124
230CE W124

http://www.cardomain.com/ride/3891358/1 ... nz-e-class" onclick="window.open(this.href);return false;
cron