Benz C220 diesel bjargað (vonandi)

#1
Fór í kvöld á Akranes og sótti þennan, Mercedes Benz C220 Diesel W202 boddý.
Þessi hefur svo sannarlega átt betri daga :? en kram virðist vera nokkuð sæmilegt fyrir utan stýrisenda, spindilkúlu, alternator bilaður og eitthvað fleira smávegis.
Hann er ekinn 550 þúsund kílómetra en mjög gott hljóð er í mótor :wink:
Ætla að vinna nokkuð hratt í því að koma honum á götuna og dunda mér síðan í boddýinu :D

Nokkrar myndir


Hjalti Guðmundsson
Sími: 897-0370

Mercdes-Benz E220 CDI 2011
Mercedes-Benz ML320 2000

Re: Benz C220 diesel bjargað (vonandi)

#3
Jæja, búinn að dunda aðeins í þessum, mikið sem þurfti að aðhafast, þurfti að skipta um allt í bremsum, diska, klossa, hanbremsuborða, barka og bakplötuna öðru megin að aftan.
þá þurfti nýja stýrisstöng þar sem innri stýrisendar voru farnir. Svo var miðstöð óvirk, bremsuljós biluð og föst húddlæsing.
Mig vantar í hann ef einhver á þurrkuunitið, ABS skynjara að aftan og vatnskassa.
Örfáar myndir svona í tilefni dagsins :D

Diskarnir sem voru í honum að aftan voru of litlir þannig að slitið á klossunum varð ansi pönkað :lol:
Nýtt :D :D :D
Svo rak ég augun í númerarammann að framan og fékk alveg sjokk, þetta náttúrulega gengur ekki :?
Þannig að því var reddað :wink:
Ef mönnum vantar svona númeraramma þá á klúbburinn þetta til, verð 1500 krónur stykkið, bara hafa samband við mig :D

Ætla að reyna að koma þessum bíl á númer í vikunni.
Hjalti Guðmundsson
Sími: 897-0370

Mercdes-Benz E220 CDI 2011
Mercedes-Benz ML320 2000

Re: Benz C220 diesel bjargað (vonandi)

#4
Þessi er kominn á númer, búinn að keyra hann í rúma viku, alveg þokkalegasti bíll, en ansi var mikið að honum :?

Það sem ég er búinn að gera við er alternator, þurrkuunit, miðstöðvarmótor, stýrisgangur, drifskaftsupphengja, skipta um alla diska, bremsuklossa, handbremsuborða, handbremsubarka, drulluhlíf v/m aftan, ABS skynjari v/m aftan, allar síur og olíur, rífa alla innréttinguna úr honum og þrífa hana upp, einhver slatti af perum og ábyggilega eitthvað meira :shock:

Það sem er ennþá bilað er að hann míglekur vatni, þarf að laga útlitið á honum og kíkja eitthvað á gorma í honum :)
Hjalti Guðmundsson
Sími: 897-0370

Mercdes-Benz E220 CDI 2011
Mercedes-Benz ML320 2000