Re: Barabenz - 300E 4matic 1988

#11
Jæja, smá framkvæmd í gangi. Að skipta um frambretti

Hér er gamla, ekki vanþörf á.

[img]http://jonket.net/Benz/300E-4matic-12.jpg[/img]

Kemur góður undan ónýtu bretti, 24 ára. Einu vandræðin við að taka brettið af var að losa stuðarafestinguna.

[img]http://jonket.net/Benz/300E-4matic-13.jpg[/img]

Gamla og nýja. Þurfti að sprauta nýja tvisvar. Þegar ég sprautaði brettið fyrst þá þornaði lakkið ekki og var ennþá blautt eftir viku. Hreinsaði allt af og sprautaði aftur.

[img]http://jonket.net/Benz/300E-4matic-14.jpg[/img]

Passaði alveg ótrúlega vel þetta bretti frá AP varahlutum.

[img]http://jonket.net/Benz/300E-4matic-15.jpg[/img]

Eina sem ég þurfti að gera var að hagræða hakinu sem stefnuljósið krækist í.

[img]http://jonket.net/Benz/300E-4matic-16.jpg[/img]

Blessuð sé minning þess

[img]http://jonket.net/Benz/300E-4matic-17.jpg[/img]

Þá er bara eftir að dytta að hurðunum smá og setja listana á. Langar reyndar í nýrri (breiðari listana)

[img]http://jonket.net/Benz/300E-4matic-18.jpg[/img]

Skipti fljótlega um hægra brettið og þá er þessi bíll nær ryðlaus


Jón Ketilsson S. 8662773

Að eiga Benz eru trúarbrögð.

Re: Barabenz - 300E 4matic 1988

#20
BaraBenz skrifaði:Það eru sömu bretti á C124 (CE) og á W124 er það ekki.

Þá kosta þau um 13.000.- hjá AP varahlutum og um 20.000.- hjá AB varahlutum.
...og W124 frambretti hjá Öskju fæst á 76.000 krónur.

Mig minnir að Bíla-Doktorinn hafi einnig verið með einhver ný W124-bretti til á lager fyrir um 20.000 krónur
Jón Birgir Valsson
GSM:6990019
cron