Síða 1 af 1

Hvernig setja á inn ljósmyndir með innleggjum.

Innsent: 05 Maí 2004, 01:29
frá Mercedes-Benz
Til að setja inn mynd eða myndir í innleggjum þarf myndin að vera vistuð á einhverri heimasíðu á netinu, því að spjallvefurinn geymir ekki myndir.

Ef myndin sem þú vilt sýna er ekki á netinu að þá þarftu að koma henni þangað fyrst. Hægt að fá frí myndaalbúm t.d. hjá t.d http://www.cardomain.com, http://imageshack.us, http://www.flickr.com (eða t.d. Dropbox.com - sjá nánar í næsta innleggi hér að neðan). Á sumum þessara síðna síðum getur þú búið til einka heimasíðu fyrir þig og sent þar inn myndir og þar með vistast þær á netinu.

Þegar myndin er komið á netið (eða er þar fyrir) er eftirfarandi aðgerðir framkvæmdar til að koma mynd inn í innleggið.

Þú ferð inn á síðuna á netinu þar sem myndin er vistuð. Til að sýna þetta betur hef ég valið mynd til að setja inn í þetta innlegg á þessari síðu http://runar.mbclub.is/1955/10.htm

Þú velur þér mynd á síðunni, (eða opnar eitthverja mynd) í þessu tilfelli er valin svarthvíta myndin af bílnum þarna efst á síðunni hér að ofan. Síðan hægrismellir þú á myndina, ferð í "Properties", hægrismellir á textan við hlið "Address (URL)", sem er slóð myndarinnar á netinu, velur "select all" og þá verður slóðin svört, hægrismellir á svertaða slóðina og velur "copy". Í þessu dæmi er um að ræða: http://runar.mbclub.is/1955/images/SAG1.jpg

Síðan ferðu inn á umræðuborðið og í innlegginu sem þú ætlar að senda inn hægrismellirðu þar sem myndin á að vera t.d hér og velur "paste" þá kemur slóðin svona:

http://runar.mbclub.is/1955/images/SAG1.jpg

Síðan dekkirðu slóðina (bara stafina og ekkert umfram) og smellir á "Img" hnappinn hér fyrir ofan þannig að slóðin líti næstum svona út á skjánum (aðeins breytt til hún sjáist hér)
[img]http://www.stjarna.is/runar/1955/images/SAG1.jpg[ /img] og þá ætti að koma mynd þegar þú skoðar eða sendir inn innlegg. Æskilegt er að velja "Forskoða" hnappin fyrst áður en valið er senda til að ganga úr skugga um að allt hafi heppnast.

Svona

[img]http://runar.mbclub.is/1955/images/SAG1.jpg[/img]

Re: Hvernig setja á inn ljósmyndir með innleggjum.

Innsent: 10 Apr 2012, 23:16
frá Stjórn MBKÍ
Ef þú lesandi góður ert ekki með aðgang að þjónustu til þess að vista myndirnar á þá getum við mælt með Dropbox.
Aðrir aðilar bjóða einnig vistun, sem við getum einnig mælt með, og til að nefna þá helstu þá eru það
- Google Drive, allir þeir sem eru með @gmail.com netfang eiga pláss á Google Drive)
- Microsoft SkyDrive (allir þeir sem eru með netfang hjá Microsoft, s.s. eins og @hotmail.com eiga pláss á SkyDrive).
Fleir aðilar bjóða sambærilega þjónustu, s.s. Box.com, SugarSync.com of.l.

Með Dropbox þá færðu að grunni til 2GB pláss frítt fyrir gögn, s.s. myndir, sem þú getur notað til birtingar á þessum spjallþræði Mercedes-Benz klúbbsins.
Með Dropbox er hægt að fá allt að 18GB frítt en SkyDrive og Google Drive bjóða upp á 5GB frítt við skráningu.

Með því að velja eftirfarandi hlekk þá færðu að auki 500MB í viðbót ásamt því að Mercedes-Benz klúbbur Íslands nýtur góðs af skráningu þinnig og fær einnig 500MB til þess að hýsa þau gögn og þær myndir sem við notum til birtingar hérna sem og á aðalsíðunni klúbbsins mbclub.is.

http://db.tt/6JK6RQN


Kosturinn við Dropbox er að þá þjónustu er hægt að nota á:
- Windows PC, Mac & Linux tölvum
- Snjallsímum s.s. Apple iPhone, Android símum (óháð framleiðanda símtækis) og BlackBerry
- Spjaldtölvu s.s. Apple iPad & Android spjaldtölvum (óháð framleiðanda tölvunnar) og Amazon Kindle Fire


Hvernig setur maður inn myndir af Drobpoxinu inn á spjallið?
Ef þú velur að nota Dropbox þá þarftu að nota Public möppuna til þess að birta myndir á vefum eins og þessum hérna.
- Sé Dropbox notað í gegnum internetið ("browser") þá er farið í Public möppuna og myndin valin sem nota á til birtingar, hægri smellt á myndina og valinn "Copy public link". Þessi hlekkur (link) er slóðin á þann stað sem myndin er vistuð og því hægt að líma (paste) þann texta hér inn á spjallið til birtingar (sjá leiðbeiningarnar frá Rúnari hér að ofan).
- Sé Dropbox forritið notað í tölvunni þinni (t.d. Windows PC) þá er Dropbox mappan opnuð, farið í Public möppuna og myndin valin sem nota á til birtingar. Hægri smellt er á myndina, valið Dropbox og þar valið Copy public link. Þessi hlekkur (link) er slóðin á þann stað sem myndin er vistuð og því hægt að líma (paste) þann texta hér inn á spjallið til birtingar (sjá leiðbeiningarnar frá Rúnari hér að ofan).