Viðburðadagskrá klúbbsins 2019

#1
Ágætu félagsmenn og unnendur Mercedes-Benz bifreiða,
stjórn Mercedes-Benz klúbbs Íslands hefur ákveðið eftirfarandi viðburðadagskrá fyrir árið 2019 fyrir félagsmenn.
Listinn er birtur í formi dagsetninga og gerð viðburða en ítarlegar verður gert grein fyrir viðburðunum þegar nær dregur þeim
- Allir viðburðir verða auglýstir sérstaklega á samfélagsmiðlum.

Sumar:
  • Mánudagurinn 29. apríl - samkoma á neðra bílastæðinu við Perluna
  • Mánudagurinn 27. maí – samkoma á neðra bílastæðinu við Perluna
  • Mánudagurinn 1. júlí – samkoma á neðra bílastæðinu við Perluna
- áður auglýst 24. júní en frestaðist
  • Sunnudagurinn 7. júlí – grillferð í Kjós
  • Mánudagurinn 29. júlí – samkoma á neðra bílastæðinu við Perluna
  • Mánudagurinn 2. september – samkoma á neðra bílastæðinu við Perluna
- áður auglýst 26. ágúst en var frestað vegna veðurs
  • Mánudagurinn 30. september – samkoma á neðra bílastæðinu við Perluna (áætluð staðsetning)
- Neðra bílastæðið við Perluna er áætlaður samkomustaður en ef veðrið verður óhagstætt þá verður fundinn annar staður og það tilkynnt sérstaklega.
Ef mæting er góð um sumarið þá verður íhugað að blása í haustsamkomu í september, nánar tilkynnt síðar.

Haust:
  • 11. október - Meðlimaskemmtun
- upphaflega ætlað 27. september en færist til vegna óviðráðanlegra aðstæðna
  • 22. október - Aðalfundur MBKÍ
Aðrir mögulegir viðburðir eru utan formlegrar dagskrár og verða þá tilkynntir síðar.


Mercedes-Benz klúbbur Íslands
Netfang: mbki @ mbclub.is