Frestun á afhendingu félagsskírteina fyrir 2014

#1
Ágætu félagsmenn,

stjórn MBKÍ biðst velvirðingar á því að hafa enn ekki getað afgreitt til ykkar félagsskírteinin fyrir árið 2014.
Kortin hafa enn ekki borist frá Þýskalandi en við vorum að vonast til þess að geta sent þau út fyrir sl. mánaðarmót.
Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem við lendum í þessu, er eiginlega orðið regla frekar en hitt...

Við munum senda út 2014 límmiða fyrir íslensku kortin og þeir sem ekki hafa fengið íslenska skírteinið munu fá það sent til sín.

Stuttu fyrir árslok 2013 þá fengum við einhvern slatta af kortum fyrir þá sem greitt höfðu 2013 og munum við senda þeim sín kort með 2014 miðanum fyrir það íslenska. Menn geta þá hent því eða átt ef þeir vilja safna kortunum.

Virðingarfyllst,
Stjórn Mercedes-Benz klúbbs Íslands.


Mercedes-Benz klúbbur Íslands
Netfang: mbki @ mbclub.is
cron