http://www.mercedes-benz-clubs.com

#1
Mig langar að benda á að Mercedes-Benz klúbbur Íslands er hluti af “Mercedes-Benz Classical Car Club International” (stundum nefnt MBCCCI). Vefsetur þessara samtaka er að finna hér: http://www.mercedes-benz-clubs.com. Gefið ykkur endilega tíma til að skoða þennan vef.

Þar sem klúbburinn okkar er hluti af þessum samtökum fá klúbbfélagar alþjóðlegt félagsskírteini sem gildir út um allan heim. Það þýðir t.d. að sömu afslættir gilda fyrir alla klúbba sem aðilar eru að MBCCCI. Skírteinið gildir því ekki bara þegar klúbbfélagi fær afslátt hjá Ræsi eða Öskju, heldur á hann rétt á þeim afsláttarkjörum sem allir aðrir klúbbar njóta. Sem dæmi er mjög góður afsláttur sem fæst út á kortið hjá SIXT bílaleigunni í Þýskalandi, sem reyndar er í raun um allan heim. Einnig er að sjálfsögðu afsláttur af aðgangi að Mercedes-Benz Museum safninu í Stuttgart sem og versluninni á jarðhæðinni þar. Hér má sjá eitthvað um þetta:

http://www.mercedes-benz-clubs.com/intr ... v_parent=0

Til þess að auka samskiptin á milli klúbbana og klúbbfélaga, hefur verið opnaður sérstakur vefur með spjalli svipað og þessu hér. Vil ég endilega hvetja meðlimi í klúbbinum að skrá sig þarna:

http://forum.mercedes-benz-clubs.com

Forsendan fyrir því að geta skráð sig á þessu spjalli sem og öðru þarna, er sú að viðkomandi sé félagi í Mercedes-Benz klúbbi Íslands og hafi skírteini sem geymir sérstak auðkenni sem notað er við skráninguna (2006 skírteinið gildir enn þegar þetta er ritað):

http://www.mercedes-benz-clubs.com/intr ... tusr_seq=0

Slegið er inn auðkennið og lykilorð, sem í upphafi er eftirnafn viðkomandi með litlum stöðum (mitt var “þorsteinsson”):

[img]http://www.mercedes-benz-clubs.com/imag ... nrot_k.gif[/img]
Hér að ofan sést hvað auðkennið er á baklhið skírteinisins

Þegar þessu er lokið er hægt að skrá inn ýmsar upplýsingar, svo sem um bílaeign (hægt er að hlaða þarna inn myndum af bílunum), nafn og lykilorð á spjalli (sem þar með er orðið virkt).

Þegar því er lokið er einnig hægt að fara inn á sérstakt myndasafn og bæði skoða myndir sem aðrir hafa sett þarna inn og einnig að hlaða þarna inn eigin myndum (það þarf að skrá sig þar sérstaklega). Það má því nota þetta til að geyma myndir og t.d. sýna hér á þessu spjalli, eins og t.d. hér:

[img]http://www.mercedes-benz-clubcard.com/m ... 255028.jpg[/img]

Þetta leysir því það vandamál sem ýmsir hafa átt við að geyma myndir af bílunum sínum einhverstaðar á netinu. Þessar myndir er að sjálfsögðu aðgengilegar fyrir aðra, og gaman er að fletta í gegnum þetta og skoða myndir frá öðrum.

Endilega kíkið á þetta.


Sveinn Þorsteinsson
GSM: 899-5277

Mercedes-Benz 190Dc, 1964, R-222
Mercedes-Benz 300SEL 6.3, 1967, R-22
Mercedes-Benz 300GE, 1990
Mercedes-Benz 300SL, 1990

[img]https://zveinn.updog.co/R22/banner33.jpg[/img]

#3
Hvenær fær maður félagsskírteinið?
Borgaði í byrjun janúar fyrir 2007.
Siggi
Mercedes-Benz E500 ´03 8)

Mercedes-Benz makes cars, others only make vehicles

#5
Ég vil endilega hvetja menn að kíkja á http://www.mercedes-benz-clubs.com, þó ekki væri nema til að sjá hvaða afslættir eru í boði fyrir klúbbmeðlimi. Það er líka hægt að versla ýmsar Benz-vörur með 20% afslætti í Classic-center svo dæmi sé nefnt.

...og ef þið eruð í Stuttgart, þá fáið þið ókeypis inn á Safnið ef þið sýnið skírteinið. :wink:
Sveinn Þorsteinsson
GSM: 899-5277

Mercedes-Benz 190Dc, 1964, R-222
Mercedes-Benz 300SEL 6.3, 1967, R-22
Mercedes-Benz 300GE, 1990
Mercedes-Benz 300SL, 1990

[img]https://zveinn.updog.co/R22/banner33.jpg[/img]

#6
Nice, langar hálf partin að skella mér til Stuttgard til þess eins að komast á safnið...frítt
Halldór Björn Audi 1.8T Quattro Turbo
Mercedes Benz C36 ///AMG - Seldur
Olbogi skrifaði:
valdi skrifaði:þú þyrftir að finna þér nýtt grill.... það er farið að ryðga smá grillið í honum hjá þér :wink:
og afhverju stendur hann uppá bílasölu???
ef égætti svona þá fengi þetta aldrei að kólna... :mrgreen:
ef þú ættir svona væri hann bilaður
http://www.thunderbird.is" onclick="window.open(this.href);return false;

#7
sveinn skrifaði:Ég vil endilega hvetja menn að kíkja á http://www.mercedes-benz-clubs.com, þó ekki væri nema til að sjá hvaða afslættir eru í boði fyrir klúbbmeðlimi. Það er líka hægt að versla ýmsar Benz-vörur með 20% afslætti í Classic-center svo dæmi sé nefnt.

...og ef þið eruð í Stuttgart, þá fáið þið ókeypis inn á Safnið ef þið sýnið skírteinið. :wink:
Ok... þetta hefur þá verið uppfært úr 50% afslætti :clapping:
Ef ég byggi í Stuttgart þá væri ég sennilega fastagestur þarna :oops:
Benedikt Hans Rúnarsson

#8
Benni skrifaði:Ok... þetta hefur þá verið uppfært úr 50% afslætti :clapping:
Ef ég byggi í Stuttgart þá væri ég sennilega fastagestur þarna :oops:
Af vefnum: http://www.mercedes-benz-clubs.com :wink:
Freier Eintritt für Inhaber der Mercedes-Benz ClubCard in das Mercedes-Benz Museum

Stuttgart – Besitzer der Mercedes-Benz ClubCard haben ab dem 1. August 2007 freien Eintritt in das Mercedes-Benz Museum. Mit dieser Entscheidung wird die 2005 ins Leben gerufene Premium-Karte für alle Mitglieder der weltweit rund 70 Mercedes-Benz Clubs noch weiter aufgewertet.

Michael Bock, Geschäftsführer der Mercedes-Benz Museum GmbH: „Die Mitglieder unserer anerkannten Mercedes-Benz Clubs sind herausragende Kenner unserer einzigartigen Tradition. Aus diesem Grund freue ich mich besonders, dass die Mercedes-Benz ClubCard jetzt zum freien Eintritt in das Mercedes-Benz Museum berechtigt.“

Die MB ClubCard dient vordergründig als Clubausweis und ist mit den Porträts von Gottlieb Daimler und Karl Benz für alle Clubs weltweit einheitlich gestaltet – sie unterscheidet sich dennoch von Club zu Club durch das gut erkennbar aufgedruckte Club-Logo.
Sveinn Þorsteinsson
GSM: 899-5277

Mercedes-Benz 190Dc, 1964, R-222
Mercedes-Benz 300SEL 6.3, 1967, R-22
Mercedes-Benz 300GE, 1990
Mercedes-Benz 300SL, 1990

[img]https://zveinn.updog.co/R22/banner33.jpg[/img]

#9
sveinn skrifaði:
Benni skrifaði:Ok... þetta hefur þá verið uppfært úr 50% afslætti :clapping:
Ef ég byggi í Stuttgart þá væri ég sennilega fastagestur þarna :oops:
Af vefnum: http://www.mercedes-benz-clubs.com :wink:
Freier Eintritt für Inhaber der Mercedes-Benz ClubCard in das Mercedes-Benz Museum

Stuttgart – Besitzer der Mercedes-Benz ClubCard haben ab dem 1. August 2007 freien Eintritt in das Mercedes-Benz Museum. Mit dieser Entscheidung wird die 2005 ins Leben gerufene Premium-Karte für alle Mitglieder der weltweit rund 70 Mercedes-Benz Clubs noch weiter aufgewertet.

Michael Bock, Geschäftsführer der Mercedes-Benz Museum GmbH: „Die Mitglieder unserer anerkannten Mercedes-Benz Clubs sind herausragende Kenner unserer einzigartigen Tradition. Aus diesem Grund freue ich mich besonders, dass die Mercedes-Benz ClubCard jetzt zum freien Eintritt in das Mercedes-Benz Museum berechtigt.“

Die MB ClubCard dient vordergründig als Clubausweis und ist mit den Porträts von Gottlieb Daimler und Karl Benz für alle Clubs weltweit einheitlich gestaltet – sie unterscheidet sich dennoch von Club zu Club durch das gut erkennbar aufgedruckte Club-Logo.
Schnilld :!: 8)
Benedikt Hans Rúnarsson
cron