Þakkir fyrir skemmtilegt samstarf

#1
Ég vil þakka félögum klúbbsins fyrir stuðninginn og traustið gegnum árin fjögur sem ég hef verið formaður Mercedes-Benz klúbbs Íslands. Fjögur ár er langur tími í sjálfboðaliðastarfi, margt hefur gerst á vettvangi klúbbsins á þeim tíma og má þar einna helst nefna að félögum hefur fjölgað um helming. Það hefur verið afar ánægjulegt að starfa með stjórn og félagsmönnum þennan tíma, en nú er svo komið hjá mér að ég næ ekki að sinna þessu starfi eins og ég vildi geta gert, ég bara hef ekki tíma. Mér fannst því rétt að draga mig í hlé og gefa ekki kost á mér til áframhaldandi formennsku í klúbbnum. Í kvöld var aðalfundur klúbbsins, þar sem ég kynnti þessa ákvörðun mína og nýr formaður var kosinn. Ég óska honum og klúbbnum alls hins bezta og vona að klúbburinn haldi áfram að styrkjast og eflast með nýrri stjórn.


Garðar Lárusson
s. 892-0084

C320 2002
500SE 1990
290GD TDI 1987
280GE 1987

Re: Þakkir fyrir skemmtilegt samstarf

#2
Takk fyrir góðan tíma Garðar :clapping:

Mikið brallað á þeim tíma sem við unnum saman í stjórn og mest af því þrælskemmtilegt :wink:
Ekki vorum við alltaf sammála um allt eins og gengur og gerist í klúbbum. En það er líka allt í lagi þar sem slíkt hafði aldrei áhrif á vináttuna né traustið sem ég vissi að hægt var að stóla á :-D
Benedikt Hans Rúnarsson
GSM 858 6313
cron