Re: Paparazzi þráður nr. ???

#122
Fékk mér göngutúr þar sem ég þurfti að skreppa upp á Síðumúla í hádeginu og gekk þá framhjá W124 í snjónum, og viti menn, var það þá ekki bara gamli "Rjóminn" minn, W124 230E beinskiptur með ASD enn á götunni (með 2016 skoðun) :D

Gaman að sjá að þessi gripur er enn á götunni, einn sá allra skemmtilegasti bíll sem ég hef ekið í snjó... afturdrif, beinskipting og ASD - gríðarlega skemmtilegt saman 8)
Benedikt Hans Rúnarsson
Viðhengi
2015-01-02 11.40.45.jpg
2015-01-02 11.40.38.jpg
2015-01-02 11.39.55.jpg

Re: Paparazzi þráður nr. ???

#125
JBV skrifaði:Það væri ekki verra að vera á einum svona læstum í þessari færð. Þessi er klárlega kominn á fornbílaskráningu, því tæplega hefur hann fengið "16" skoðun í dag :?
Verandi '89 módel þá passar þetta með fornbílaskráninguna.
Og já ASD er snilld í svona færð ;)
Benedikt Hans Rúnarsson

Re: Paparazzi þráður nr. ???

#126
Ekkert víst með að hann sé skráður sem fornbíll.

Samkvæmt us.is:
Fornbifreið verður að vera skráð í notkunarflokkinn fornbifreið í ökutækjaskrá til þess að öðlast 2ja ára skoðanatíðni.

Ég fékk 16 skoðun í gær á minn og hann er ekki fornbíll.
Viðurkenni að þetta er óvenjulegt því ég er í raun kominn með 23 mánaða skoðun. Ef númerið hjá mér endaði á núll í stað níu þá væri þetta tveggja ára skoðun.

Þetta er hægt vegna tveggja reglna:

6 mánaða reglan:
Færa má ökutæki til skoðunar 6 mánuðum áður en að skoðunarmánuður þess rennur upp.
Dæmi: Ökutæki með endastafinn 7 má færa til skoðunar í janúar
Dæmi: Ökutæki með endastafinn 8 má ekki færa til skoðunar í janúar (undantekning sjá 10 mánaða regluna)

10 mánaða reglan:
Færa má ökutæki til skoðunar 10 mánuðum áður en skoðunarmánuður þess rennur upp hafi ökutækið hlotið gilda skoðun fyrir 1. nóvember liðins árs.

Á sínum tíma fór ég með bílinn í skoðun í mars 2009 og svo aftur í janúar 2010. Síðan þá hef ég haldið mig við að láta skoða hann í janúar á hverju ári.

Þessi 23 mánaða skoðun gildir bara einu sinni, til að halda henni við þarf ég að láta skoða árlega eins og aðrir.
Arinbjörn Gunnarsson
Mercedes Benz W124 E220 1992

[img]http://dl.dropbox.com/u/14423282/Jan201 ... tom%29.jpg[/img]
cron