Mercedes - AMG GT

 

 

 

 


 

Mercedes-AMG GT

Á dögunum var kynntur nýr ofurbíll frá AMG, hann tekur óbeint við af Mercedes Benz SLS AMG.

Undirvagn og yfirbygging eru gerð úr ál-málmblöndu, en skottlokið er úr stáli og vélarhlífin er úr magnesíum. Fjöðrunin samanstendur af tvöföldum óskabeinum (e. wishbones) bæði að framan og aftan.

Vélin í bílnum ber tegundanúmerið M178, rúmtakið eru 4 lítrar, og er hún með tveimur túrbínum og 8 strokkum. Þessi nýja V8 er með svokallað "heitt í V" uppsetningu sem þýðir að túrbínurnar eru staðsettar milli soggreinanna inní V forminu sem strokkarnir mynda.

Gírskiptingin er 7-gíra dual clutch gírkassi (2 kúplingar) og er rafeindastýrður ásamt því að bjóða uppá SpeedShift rafeindastýringu, skiptitíminn er því kominn í örfáar millísekúndur.

Afl:  460 hö. 600 Nm   og hann er 4,0 sek frá 0-100 km/klst

Afl (GT-S):  503 hö. 650 Nm  og er hann 3,8 sek frá 0-100 km/klst

Til eru 2 týpur, GT og GT-S, AMG hefur tilkynnt að það komi einnig "Black Series" (bíll miðaður við kappasktursbrautir) ásamt GT3 útgáfu sem verður götulöglegur kappakstursbíll.