Afsögn formanns

#1
Kæru félagar,
Ég gerði þau miklu mistök að bjóða mig fram aftur til formanns í Mercedes Benz klúbbi Íslands í lok okt 2016, ég gerði þetta í góðri trú og með hug og vilja til að reyna að gera MBkÍ að betri og öflugri klúbbi.
Ég ásamt fleirum stofnuðum þennan klúbb á sínum tíma og gerðum hann að því sem að hann er í dag og langaði mig að reyna að færa klúbbinn aftur í fyrra horf, þ.e. auka dagskrá og vera meira virkur og öflugri í að gera fleiri hittinga.
Eftir aðalfundinn síðasta hef ég orðið fyrir miklu internet ofbeldi, baksögum og ýmsu sem að ég kæri mig ekki um, einnig hefur staða mín hjá BL ehf breyst talsvert þannig að ég neyðist til að segja af mér sem formaður MBkÍ, við þetta tekur sjálkrafa við varaformaður Páll Kári, en núna þarf stjórn að boða til auka aðalfundar til að kjósa nýjan formann, ég skora á og hvet Aron Mattíasarson til að bjóða sig fram í það hlutverk, ég treysti honum, Ásgeiri og Anítu til að taka við keflinu og gera klúbbinn virkan aftur.

Kveðja
Gunnar Már Gunnarsson


Mercedes Benz 280 SE w108 V8 3.5 árg 1972 R-71

Jaguar XJS 3.6 árg.1989 GMG

BMW 735i e32 árg. 1989

Gunnar Már Gunnarsson ( GMG )
GSM 690-2222http://www.cardomain.com/id/GMG_ICELAND

Re: Afsögn formanns

#2
:shock:

Leitt að heyra Gunnar Már :(

Hef ekki verið neitt virkur í klúbbnum í þó nokkurn tíma og því nánast ekkert verið að fylgjast með hvað væri að gerast - EN aldrei átti ég von á þessu :?

Óska þér góðs gengis í þeim verkefnum sem þú ert að taka að þér.
Benedikt Hans Rúnarsson
GSM 858 6313

Re: Afsögn formanns

#3
Tek undir þetta með Benna.

Aftur að gömlu máli. Það sem hefur gengið frá öllum spjallsíðum klúbba er augljóst. Og meira að segja fésbókarsíða klúbbsins er orðin döpur.

Vona að reynt verði að koma meira lífi í þennan vef til að efla starf MBKÍ
Jón Ketilsson S. 8662773

Að eiga Benz eru trúarbrögð.
cron