ÓSK UM BREYTT NOTANDANAFN EÐA NETFANG

#1
BREYTING Á NOTANDANAFNI
Ef þú vilt láta breyta notandanafninu þínu þá er hægt að verða við því. Senda þarf tölvupóst á vefstjorn@stjarna.is (sjá nánar form fyrir skráningu og leiðbeiningar í næsta innleggi hér fyrir neðan) frá því netfangi sem stendur að baki notandanafninu.
Öll fyrri innlegg halda sér óbreytt, aðeins notandanafnið breytist.

Ath. pósturinn þarf sannanlega að koma frá viðkomandi notanda, samþykkjum ekki póst frá þriðja aðila.


BREYTING Á NETFANGI
Ef þú hefur breytt um netfang og vilt fá tilkynningar úr spjallkerfinu sendar á nýja netfangið þá er hægt að framkvæma slíka breytingu í spjallkerfinu sjálfu undir Stillingar - Prófíll - Breyta notendastillingum.
Ef nýtt netfang er erlent (þ.e. ekki með endinguna .is) þá mun það ekki virka þar sem erlend netföng eru sjálfkrafa bönnuð. Hins vegar er hægt að senda okkur tölvupóst (sjá nánar form fyrir skráningu og leiðbeiningar í næsta innleggi hér fyrir neðan) á vefstjorn@stjarna.is og óska eftir því að erlenda netfangið verði virkjað.


Mercedes-Benz klúbbur Íslands
Netfang: mbki @ mbclub.is

Re: ÓSK UM BREYTT NOTANDANAFN EÐA NETFANG

#2
TÖLVUPÓSTUR TIL VEFSTJÓRNAR VARÐANDI BREYTINGARNAR

Eftirfarandi þarf að koma fram í pósti til vefstjórnar á netfangið vefstjorn@stjarna.is. Textann er hægt að afrita með því að merkja hann með músinni, hægri smella og velja afrita (copy) og líma (paste) hann svo inn í tölvupóstinn:


BREYTING Á NOTANDANAFNI

Efnislína (subject) pósts:
BREYTING Á NOTANDANAFNI

Efni pósts
Ég, fullt nafn viðkomandi aðila, óska eftir breytingu á notandanafni mínu inn á stjarna.is/spjall. Núverandi notandanafn er notandanafn en það sem ég óska eftir að fá í staðinn er notandanafn.


BREYTING Á NETFANGI

Efnislína (subject) pósts:
BREYTING Á NETFANGI

Efni pósts
Ég, fullt nafn viðkomandi aðila, óska eftir breytingu á netfangi mínu sem tengist notandanafninu mínu notandanafn.
Netfangið sem ég vil fá í staðinn fyrir núverandi netfang er netfang notanda.
Mercedes-Benz klúbbur Íslands
Netfang: mbki @ mbclub.is
cron