Re: CLK benz.

#2
rúnar.carlsson skrifaði:Sælir piltar.
Ég er að spá í það að flytja inn CLK benz. Hvernig hafa þeir verið að reynast. Er með hugann að CLK 220 eða 270. Þá er einni pæling hvort að maður ætti að versla bensín eða dísel græju. Hver er ykkar reynsla af þessari týpu.
Sæll Rúnar, því miður er lítil umferð á þessari síðu, a.m.k. eins og er :(
Fer mest í gegnum Facebook-síður klúbbsins en gallinn við Facebook er að þar er oft erfitt að fylgjast með innleggjum (ekki allir sem sjá allt).

Hef ekki átt svona bíl og get því ekki mikið tjáð mig um það hvernig er að reka þá. Hef þó heyrt að 220 CDI og 270 CDI séu góðar vélar. 2ja lítra 4cyl Benz diesel hefur mikið verið notuð í leigubílaakstri og farið hundruði þús. km án stórnotenda. Svipaða sögu má segja með 270 CDI en þær vélar hafa einnig verið notaðar í stærri bílum, s.s. E-Class, ML-Class, G-Class og Sprinter sendibílum.
Vélarnar bera mismunandi heiti sem þú getur "gúglað" með "reliability" fyrir aftan tegundarheiti vélarinnar og fundið allt sem þarf þar. Sama má svo sem segja um bílinn líka.
220 vélin heitir OM646
270 vélin heitir OM612
Það er líka til 320 bíll með V6 diesel en ég hef ekki heyrt eins vel um þær talað (V6 v.s. 4 & 5 cyl línuvélar).

Helsta vandamálið við fyrstu kynslóðina af CLK var ryðvesen en mér sýnist það að mestu leiti vera bundið við fyrri kynslóðina (W208/C208) á meðan sú seinni (W209/C209) virðist vera mun betur heppnaðari bíll, a.m.k. hvað þetta varðar.
Benedikt Hans Rúnarsson
GSM 858 6313
cron