Leturstærð

Tilkynningar frá stjórn MBKÍ

Aðalfundur Mercedes-Benz klúbbsins - 12. apríl 2018 UPPFÆRT

Hér er að finna upplýsingar frá stjórn MBKÍ til notenda mbclub.is. Hér geta komið inn áríðandi tilkynningar sem vert er að fylgjast með fyrir notendur.

Aðalfundur Mercedes-Benz klúbbsins - 12. apríl 2018 UPPFÆRT

Innleggfrá Benni » 12 Mar 2018, 12:05

Þá er komið að því – Aðalfundur MBKÍ er á næsta leyti!Aðalfundur MBKÍ verður haldinn fimmtudaginn næstkomandi, eða 12. apríl. Fundurinn verður haldinn í Bílaumboðinu Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz á Íslandi. Askja er staðsett að Krókhálsi 11.

Í tilefni af fundinum ætlar Askja að frumsýna fyrir ykkur, hinn nýja CLS. Bíllinn kom til landsins rétt fyrir helgi, og er fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Bíllinn er búinn nýjustu kynslóð díselvéla frá Mercedes en hún er 6cyl línuvél, sem skilar 340hp og 700Nm í tog. Bíllinn sem verður til sýnis er „Edition 1“ bíll og því drekkhlaðinn búnaði.

Veitingar verða í boði MBKÍ.

Til að skrá sig á aðalfundinn er smellt á hlekkin hér að neðan. Þeir sem eru ekki meðlimir MBKÍ geta slegið tvær flugur í einu höggi og skráð sig í klúbbinn og á aðalfundinn.

https://goo.gl/forms/DG7BMRrN9VIPKRDu1

Þessi aðalfundur er aðalfundur fyrir árið 2017. Aðalfundur fyrir árið 2018 verður haldin, eins og lög gera ráð fyrir, í október 2018.

Á aðalfundinum þann 12. apríl verða bornar fram þær tillögur að breytingum að lögum sem borist hafa til stjórnar.
Benedikt Hans Rúnarsson
GSM 858 6313
Smámynd notanda
Benni
Stjórnarliði Mercedes-Benz klúbbsins
 
Innlegg: 6779
Skráður: 29 Des 2005, 21:55
Staðsetning: Garðabær

Re: Aðalfundur Mercedes-Benz klúbbsins - 12. apríl 2018 UPPF

Innleggfrá Benni » 27 Mar 2018, 22:19

Eftirfarandi tillaga hefur borist til undirbúningsnefndar aðalfundar 2017:


7. gr. hljóðar svo:
Stjórn félagsins skal skipuð fimm félagsmönnum, þ.e. formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og einum meðstjórnanda, og tveimur varamönnum.
Þessir fimm aðilar hafa jafnan atkvæðisrétt um þau málefni sem ekki þarf að bera fram til samþykktar á almennum félagsfundi. Varamenn sitja stjórnarfundi með fullt málfrelsi og tilllögurétt en atkvæðisrétt hafa þeir ekki nema vanti aðalstjórnarmann á fundinn. Sá þeirra varamanna sem setið hefur lengur samfleytt í stjórn sem varamaður, telst fyrsti varamaður og er þar með fyrri til að öðlast atkvæðisrétt á stjórnarfundi.


Tillagan hljóðar upp á að bæta eftirfarandi texta við 7. gr.:

Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda.
Formaður boðar til funda.


Tillaga er að breyta í 7. gr. úr:
7. 1. Stjórnarmeðlimir skulu kosnir til tveggja ára í senn en stjórnarkosning fari fram árlega. Á sléttu ári skal kjósa formann, ritara, einn meðstjórnanda og einn varamann. Á oddatölu ári skal kjósa varaformann og gjaldkera og einn varamann

í að hún verði:
7. 1. Stjórn félagsins skal skipuð fimm félagsmönnum sem skulu kosnir til eins árs í senn. Stjórnin skal skipuð formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara, einum meðstjórnanda og tveimur varamönnum.

Tillaga að lagfæringu á textavillu í lögum en í 7. gr. er orðið tillöguréttur ritað með þremur L-um en á auðvitað aðeins að vera með tveimur.
Benedikt Hans Rúnarsson
GSM 858 6313
Smámynd notanda
Benni
Stjórnarliði Mercedes-Benz klúbbsins
 
Innlegg: 6779
Skráður: 29 Des 2005, 21:55
Staðsetning: Garðabær


Fara aftur til Tilkynningar frá stjórn MBKÍ

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 0 gestir

cron

Hver er tengdur

Samtals eru 0 notendur tengdir :: 0 skráðir, 0 faldir og 0 gestir (byggt á notendum sem voru virkir síðustu 10 mínútur)
Flestir notendur í einu á vefnum voru 92 þann 17 Júl 2016, 01:06

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 0 gestir