Boð á AMG sýningu Mercedes-Benz

#1
Glæsileg Mercedes-Benz AMG sýning og boð fyrir Mercedes-Benz klúbb Íslands

Bílaumboðið Askja blæs til sannkallaðrar stórsýningar á Mercedes-Benz AMG bílum um næstu helgi 25.–26. mars kl. 12-16. Sýningin er það vegleg að við þurfum meira pláss en áður og er hún því haldin í Skútuvogi 2. Þetta verður ein veglegasta bílasýning sem haldin hefur verið hér á landi en þar verða sýndir margir glæsilegir Mercedes-Benz bílar í AMG útfærslum. Meðlimum Mercedes-Benz klúbbsins er boðið á forsýningu kl. 11 á laugardaginn. Heildarhestaflatala sýningarinnar er 4.841!

Aðalastjarna sýningarinnar er hinn magnaði Mercedes-AMG GT en um er að ræða einn glæsilegasta sportbíl sem fluttur hefur verið hingað til lands. Bíllinn er með fjögurra lítra V8 vél sem skilar feykilegu afli eða 476 hestöflum. Bíllinn þeytist úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 4 sekúndum.

Fjöldi glæsilegra AMG bíla verða á staðnum en auk þeirra verður glæsilegt úrval af Plug-in hybrid útfærslum. Meðal annarra magnaðra bíla á sýningunni má nefna G-Class 4x4 í öðru jeppann sem framleiddur er í takmörkuðu upplagi. Þá verða sportjepparnir stóru GLS 63 AMG og GLE 43 AMG einnig sýndir sem og sportbílarnir C 63 AMG Coupé og C-Class Cabriolet.

GLS 63 AMG er með 5,5 lítra V8 vél sem skilar 585 hestöflum og togið er alls 760 Nm. Jeppinn er aðeins 4,6 sekúndur í hundraðið. GLE 43 AMG er 367 hestafla sportjeppi með 520 Nm í tog. Hann er 5,7 sekúndur í hundraðið. C 63 AMG sportbíllinn er með 4 lítra V8 vél sem skilar 510 hestöflum og 700 Nm í togi. Þessi hraðskreiði bíll er aðeins 3,9 sekúndur í hundrað. C-Class 200 4MATIC Cabriolet er glæsilegur, fjórhjóladrifinn blæjubíll sem vekur athygli.

Aðrir bílar á AMG sýningunni eru ekki af lakari endanum en þar má nefna S-Class AMG, V-Class AMG, CLA 250 Sport með AMG pakka. Þar fer fremstur í flokki hinn glæsilegi S-Class lúxusbíll sem búinn er öllum mesta lúxus og tæknibúnaði sem hægt er að hugsa sér. Hann er með 3 lítra V6 dísilvél sem skilar 258 hestöflum og 620 Nm í togi. Hann er 6,5 sekúndur í hundraðið.

Sex Mercedes-Benz gerðir í Plug-in Hybrid útfærslum verða einnig til sýnis og þar ber hæst GLE 500 sem er búinn öflugri 3,0 V6 bensínvél auk rafmótors. Í þessari tengiltvinnútfærslu er bílinn gríaðrlega aflmikill eða alls 442 hestöfl og togið er 650 Nm. Þessi stæðilegi jeppi er aðeins 5,3 sekúndur í hundraðið.

Síðast en ekki síst verður B 250e rafbíllinn til sýnis en en þetta er fyrsti hreini rafbíllinn frá þýska lúxusbílaframeliðandum sem kemur hingað til lands. Rafbíllinn hefur drægni upp á allt að 230 kílómetra við bestu aðstæður og þar spilar byltingarkenndur Range Plus tæknibúnaður bílsins inn í. Rafmótorinn skilar 179 hestöflum og togið er 340 Nm. Hröðunin úr 0-100 km er aðeins 7,9 sekúndur.

Hlökkum til að sjá ykkur.


Með kveðju

Starfsfólk Öskju
cron